Fermata [2] [útgáfu- og hljóðvinnslufyrirtæki] (1983-)

Fermata – logo

Hljómplötuútgáfan Fermata starfaði í rúmlega aldarfjórðung en var um leið hljóðvinnslufyrirtæki sem líklega er enn starfandi, það kom að upptökum á tugum platna og viðburða en útgefnir titlar undir merkjum þess voru um þrjátíu talsins.

Það var Halldór Víkingsson sem starfrækti fyrirtækið sem sérhæfði sig einkum í klassískri tónlist, fyrsta útgáfa þess var kassetta með leik Strengjasveitar Tónlistarskólans í Reykjavík árið 1983 en tveimur árum síðar hófst útgáfa á hljómplötum, og síðar geisladiskum þegar þeir komu til sögunnar. Meðal listamanna sem Fermata gaf út má nefna Halldór Haraldsson píanóleikara, Barokkhópinn, Gunnar Kvaran sellóleikara, Rangæingakórinn í Reykjavík, Gísla Magnússon píanóleikara, Pétur Jónasson gítarleikara og Jónas Ingimundarson söngvara. Síðasta platan kom út árið 2009 eftir því sem næst verður komist en Halldór hefur komið að fjölmörgum upptökuverkefnum eftir það.