Tónleikar á vegum Jazzfjelags Suðurnesjabæjar
Jazzfjelag Suðurnesjabæjar stendur fyrir tónleikum í kvöld, 1. október í Bókasafni Sandgerðis við Skólastræti og hefjast þeir klukkan 20:00. Það er bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson sem er miðpunktur tónleikanna, hann gaf út sína fyrstu sólóplötu, Áróru í september 2018 en hún hlaut tvær tilnefningar til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í flokki jazz- og blústónlistar á síðasta ári.…