F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1992-2003)
Sumarið 1992 kom saman hópur ungs tónlistarfólks og stofnaði félagsskap í því skyni að gefa út plötur, standa fyrir tónleikum, flytja inn erlent tónlistarfólk o.fl. Félagsskapurinn hlaut nafnið F.I.R.E. Inc. en aldrei var alveg ljóst fyrir hvað sú skammstöfun stóð, í einhverju viðtali sögðu þau það standa fyrir Félags íslenskra rokkhljómsveita erlendis en það mun…