F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1992-2003)

Sumarið 1992 kom saman hópur ungs tónlistarfólks og stofnaði félagsskap í því skyni að gefa út plötur, standa fyrir tónleikum, flytja inn erlent tónlistarfólk o.fl. Félagsskapurinn hlaut nafnið F.I.R.E. Inc. en aldrei var alveg ljóst fyrir hvað sú skammstöfun stóð, í einhverju viðtali sögðu þau það standa fyrir Félags íslenskra rokkhljómsveita erlendis en það mun…

The Fabulous blues babies (1992)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit, líklega blússveit, sem starfaði sumarið 1992 undir nafninu The fabulous blues babies og lék þá í fáein skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins.

Fallegt lík (1994-96)

Gjörningasveitin Fallegt lík starfaði á árunum 1994-96 að minnsta kosti og kom þá fram á ýmsum tónlistartengdum uppákomum, s.s. Unglist o.fl. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hverjir skipuðu þessa sveit sem og um hljóðfæraskipan hennar og starfstíma.

Faktus (2000)

Hljómsveitin Faktus var meðal sveita sem kepptu í árlegri hljómsveitakeppni Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi, haustið 2000. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingr um meðlima- og hljóðfæraskipan sveitarinnar og gæti allt eins verið að hún hafi verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu, Glatkistan óskar því eftir frekari upplýsingum um Faktus.

Fain (1993)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem að líkindum starfaði innan Framhaldsskólans á Laugum árið 1993 undir nafninu Fain. Í dagblaðsfrétt var sveitin sögð vera meðal keppenda í Músíktilraunum um vorið 1993 en svo mun ekki hafa verið, að minnsta kosti ekki undir því nafni.

Fahrenheit (1984)

Hljómsveitin Fahrenheit starfaði á höfuðborgarsvæðinu árið 1994 og líklega lengur en hún spilaði það árið nokkuð á Gauki á Stöng en var einnig önnur aðalhljómsveitin á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina þá um sumarið. Meðlimir Fahrenheit voru þeir Ómar Guðmundsson trommuleikari, Elfar Aðalsteinsson söngvari, Óttar Guðnason gítarleikari, Karl Olgeirsson hljómborðsleikari og Róbert Þórhallsson bassaleikari.

Fagin (1987)

Hljómsveitin Fagin var meðal sveita sem kepptu í hljómsveitakeppninni í Atlavík um verslunarmannahelgina 1987. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar og hljóðfæraskipan hennar og er því óskað eftir slíkum upplýsingum, en hér er giskað á að hún hafi verið af norðan- eða austanverðu landinu.

Faðmlag (1987)

Hljómsveit sem var eins konar instrumental pönksveit starfaði um skamman tíma haustið 1987 undir nafninu Faðmlag, hugsanlega kom hún fram í aðeins eitt skipti. Faðmlag var einhvers konar angi af hljómsveitinni Rauðum flötum sem þá hafði notið nokkurra vinsælda en ekki finnast upplýsingar um hverjir þeirra Rauðra flata-liða skipuðu hana.

Crystal (1975-91)

Heimildir um hljómsveit sem er ýmist kölluð Crystal, Kristall, Krystal eða ýmsar orðmyndir út frá þeim, eru mjög misvísandi og margar, hér er gengið út frá því að þetta sé allt sama sveitin en óskað er eftir frekari upplýsingum um hana/þær. Fyrstu heimildir um hljómsveit með þessu nafni eru frá haustinu 1975 og þar er…

Croisztans – Efni á plötum

Croisztans – Karta Útgefandi: Croisztans Útgáfunúmer: CROI 01 Ár: 1998 1. Croivarive 2. Gnetsza voek 3. (Lilla) 4. Szagk 5. Ce Que 6. Luviali 7. Bangsi Flytjendur: Gwenn Houdry – harmonikka Þorbjörg Ása Kristinsdóttir – bassi Christian Elgaard – trommur Finnbogi Hafþórsson – gítar Páll Kristinsson – ásláttur Sigurður Óli Pálmason – söngur Croisztans –…

Croisztans (1997-)

Hljómsveitin Croisztans er fjölþjóðleg sveit sem í gegnum tíðina hefur skartað fjölmörgum Íslendingum, sem hafa yfirleitt verið í meirihluta í sveitinni en mannabreytingar hafa verið tíðar í henni. Croisztans var stofnuð snemma árs 1997 og hefur frá upphafi leikið eins konar þjóðlagapönk undir austur-evrópskum áhrifum, reyndar hefur sveitin kennt sig frá upphafi við úkraínskt fríríki…

F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] – Efni á plötum

F.I.R.E. – ýmsir Útgefandi: FIRE Inc. Útgáfufyrirtæki: f 01 Ár: 1993 1. Púff – Götulíf 2. Curver – Nóttin 2. Hluti (bærinn) 3. Stilluppsteypa – Söngur söngl 4. Kolrassa krókríðandi – Ikarus 5. Stilluppsteypa – Riðuveiki 6. Púff – Bdfghmnpstv ælt of fljótt 7. Kolrassa krókríðandi – Ljáðu mér vængi 8. Curver – The magic…

Cupid [2] (2000)

Svo virðist sem harðkjarnasveit hafi starfað á Stöðvarfirði eða nágrenni sumarið 2000 undir nafninu Cupid. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, starfstíma hennar, hljóðfæra- og meðlimaskipan en sveitarliðar voru að öllum líkindum í yngri kantinum.

Cupid [1] (1997-98)

Hljómsveit að nafni Cupid starfaði í Mosfellsbænum á árunum 1997 og 98. Sveitin var meðal keppenda í Músíktilraunum vorið 1998 og voru meðlimir hennar þá Ólafur Haukur Flygenring gítarleikari, Egill Hübner söngvari og gítarleikari, Sigurbjörn Ragnarsson bassaleikari og Tumi Þór Jóhannesson trommuleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit.

Cuba libre [1] (1991-93)

Hljómsveitin Cuba libre (einnig ritað Cuba libra) var starfrækt á höfuðborgarsvæðinu á fyrri hluta tíunda áratugar síðustu aldar og var þá nokkuð dugleg við spilamennsku á öldurhúsunum. Bræðurnir Jón Kjartan bassaleikari og Trausti Már trommuleikari Ingólfssynir (úr Stuðkompaníinu frá Akureyri) skipuðu sveitina við þriðja mann, Aðalstein Bjarnþórsson gítarleikara en Tryggvi J. Hübner kom einnig við…

Faction (1985)

Hljómsveit að nafni Faction starfaði í Njarðvíkum árið 1985 og lék þá eitthvað opinberlega. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því hér með óskað eftir þeim.

Afmælisbörn 14. október 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og sjö ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…