Faðmlag (1987)

Hljómsveit sem var eins konar instrumental pönksveit starfaði um skamman tíma haustið 1987 undir nafninu Faðmlag, hugsanlega kom hún fram í aðeins eitt skipti.

Faðmlag var einhvers konar angi af hljómsveitinni Rauðum flötum sem þá hafði notið nokkurra vinsælda en ekki finnast upplýsingar um hverjir þeirra Rauðra flata-liða skipuðu hana.