Cosinus (1979-81)

Hljómsveitin Cosinus var skipuð meðlimum á unglingsaldri en hún starfaði í kringum 1980 í Mosfellssveitinni. Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1979 og starfaði hún fram að vori 1981 þegar ný sveit, Sextett Bigga Haralds var stofnuð upp úr henni. Meðlimir Cosinus munu hafa verið sex talsins, Karl Tómasson trommuleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari, Hjalti Árnason…

Corpsegrinder (1993)

Corpsegrinder var hljómsveit frá Selfossi í harðari kantinum, starfandi árið 1993 og tók þá þátt í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Corpsegrinder voru þeir Njörður Steinarsson bassaleikari, Sveinn Pálsson gítarleikari, Skúli Arason trommuleikari, Óli Rúnar Eyjólfsson söngvari og Óskar Gestsson gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekkert bendir til að hún hafi verið…

Cor (1997-2000)

Hljómsveitin Cor frá Flateyri starfaði í nokkur ár vestra og varð nokkuð þekkt fyrir að leika annars vegar undir Popppassíu sem Lýður Árnadóttir læknir á Flateyri hafði sett saman fyrir páskahátíðina 1999, og hins vegar á Rollings stones kvöldum á Vestfjörðum. Cor var stofnuð 1997 og var Vagninn á Flateyri fljótlega eins konar heimavöllur sveitarinnar,…

Coplas tríóið (1966)

Árið 1966 (að öllum líkindum) starfaði þjóðlagatríó á höfuðborgarsvæðinu skipað ungum hljóðfæraleikurum undir nafninu Coplas tríó en nafnið var vísun í lag með Kingstone tríóinu. Meðlimir Coplas (einnig ritað Koplas tríóið) voru þeir Ágúst Atlason, Sverrir Ólafsson og Ómar Valdimarsson, þeir léku allir á gítara og sungu en Ómar var aðal söngvarinn. Þeir voru síðar…

Cooca noona (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit líkast til starfandi á síðustu öld, sem gekk undir nafninu Cooca noona. Gunnar Kr. Björgvinsson var einn meðlima þessarar sveitar en frekari upplýsingar finnast ekki um þessa sveit.

Conspiracy crew (1999)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hiphop-sveitina Conspiracy crew en hún starfaði í Garðabæ og keppti í söngvakeppni Samfés vorið 1999. Fyrir liggur að Kjartan Atli Kjartansson (Bæjarins bestu o.fl.) var einn meðlima hópsins en upplýsingar vantar um aðra.

Crossbreed (2000)

Hljómsveit, að öllum líkindum í harðari kantinum starfaði á höfuðborgarsvæðinu vorið 2000 undir nafninu Crossbreed og lék þá á tónleikum á vegum Hins hússins. Engar upplýsingar finnast um meðlima- og hljóðfæraskipan þessarar sveitar og er því óskað eftir þeim.

Crazy rhythm kvartettinn (1946-47)

Hljómsveitin Crazy rhythm kvartettinn starfaði veturinn 1946-47 og innihélt kunna tónlistarmenn. Það voru þeir Skapti Ólafsson trommuleikari, Eyþór Þorláksson bassaleikari, Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Haukur Morthens var söngvari sveitarinnar. Gunnar Jónsson trommuleikari kom einnig við sögu sveitarinnar. Kvartettinn lék nokkuð víða þennan vetur en oftast í Iðnskólanum hver svo sem skýringin…

Craftblock (1981)

Hljómsveitin Craftblock starfaði í Kópavoginum árið 1981 en lítið er vitað um þessa sveit. Fyrir liggur að Birgir Baldursson trommuleikari var í Craftblock en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og er því hér með óskað eftir þeim.

The Cowboys (2003)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið The Cowboys og var starfandi sumarið og haustið 2003 að minnsta kosti, sveit þessi lék á öldurhúsum víða um land af því er virðist. Að öllum líkindum er ekki um að ræða sveit sem gekk undir nafninu Kúrekarnir nokkrum árum fyrr.

The Cosmonut – Efni á plötum

Orlando Careca / The Cosmonut – Just for tonight [ep] Útgefandi: 66 Degrees records Útgáfunúmer: 66D04 Ár: 2000 1. Just for tonight (feat. Blake) 2. Stars in your eyes 3. I‘m a sexmachine 4. A little bit of love 5. Ceramic Flytjendur: Jónas Þór Guðmundsson – [?] Aðalsteinn Guðmundsson – [?] Magnús Jónsson – [?] Orlando Careca / The Cosmonut –…

The Cosmonut (2000)

The Cosmonut var eitt fjölmargra aukasjálfa Aðalsteins Guðmundssonar (sem einnig hefur gengið undir nöfnunum Yagya, Sanasol, Plastik o.fl.) en um var að ræða eins konar raftónlist. Aðalsteinn kom fram undir The Cosmonut nafninu á tveimur split-plötum með Orlando Careca (Jónasi Þór Guðmundssyni) sem komu út á vegum 66 Degrees records (undirmerki Thule Records) árið 2000…

Corruption (1991)

Hljómsveitin Corruption starfaði sumarið 1991 og tók þá þátt í hljómsveitakeppni sem haldin var á útihátíð í Húnaveri um verslunarmannahelgina. Annað liggur ekki fyrir um þessa sveit, hvar á landinu hún starfaði, hversu lengi, hverjir skipuðu hana eða hver skipan hljóðfæra var í henni, og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hana.

Crossroads (1991-92)

Blússveitin Crossroads starfaði um eins árs skeið snemma á tíunda áratug síðustu aldar og lék nokkuð á blúsbörum borgarinnar. Sveitin var stofnuð haustið 1991 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Tyrfingur Þórarinsson gítarleikari, Páll Kristjánsson söngvari, Hreiðar Júlíusson trommuleikari og Ástþór Hlöðversson bassaleikari. Svavar Sigurðsson Hammond orgelleikari bættist í hópinn snemma árs 1992 og…

Afmælisbörn 7. október 2020

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og fjögurra ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…