Corpsegrinder (1993)

Corpsegrinder

Corpsegrinder var hljómsveit frá Selfossi í harðari kantinum, starfandi árið 1993 og tók þá þátt í Músíktilraunum um vorið.

Meðlimir Corpsegrinder voru þeir Njörður Steinarsson bassaleikari, Sveinn Pálsson gítarleikari, Skúli Arason trommuleikari, Óli Rúnar Eyjólfsson söngvari og Óskar Gestsson gítarleikari.

Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekkert bendir til að hún hafi verið langlíf.