Cosinus (1979-81)

Hljómsveitin Cosinus var skipuð meðlimum á unglingsaldri en hún starfaði í kringum 1980 í Mosfellssveitinni.

Sveitin var að öllum líkindum stofnuð 1979 og starfaði hún fram að vori 1981 þegar ný sveit, Sextett Bigga Haralds var stofnuð upp úr henni. Meðlimir Cosinus munu hafa verið sex talsins, Karl Tómasson trommuleikari, Þórhallur Árnason bassaleikari, Hjalti Árnason (Hjalti Úrsus) hljómborðsleikari og Hákon Möller gítarleikari voru meðal þeirra en nöfn tveggja vantar, söngkonu sveitarinnar og líklega gítarleikara.

Cosinus lék þónokkuð á skemmtistöðum höfuðborgarsvæðisins.