Crazy rhythm kvartettinn (1946-47)

Hljómsveitin Crazy rhythm kvartettinn starfaði veturinn 1946-47 og innihélt kunna tónlistarmenn. Það voru þeir Skapti Ólafsson trommuleikari, Eyþór Þorláksson bassaleikari, Ólafur Gaukur Þórhallsson gítarleikari og Steinþór Steingrímsson píanóleikari, Haukur Morthens var söngvari sveitarinnar. Gunnar Jónsson trommuleikari kom einnig við sögu sveitarinnar.

Kvartettinn lék nokkuð víða þennan vetur en oftast í Iðnskólanum hver svo sem skýringin er á því – líklega var sveitin starfandi innan skólans, þeir félagar tóku upp tvö lög á lakkplötu og lék þá Gunnar Ormslev saxófónleikari með sveitinni. Þær upptökur hafa líklega aldrei komið út opinberlega.

Sveitin hætti að öllum líkindum störfum vorið 1947.