F.I.R.E. Inc. [félagsskapur / útgáfufyrirtæki] (1992-2003)

Sumarið 1992 kom saman hópur ungs tónlistarfólks og stofnaði félagsskap í því skyni að gefa út plötur, standa fyrir tónleikum, flytja inn erlent tónlistarfólk o.fl. Félagsskapurinn hlaut nafnið F.I.R.E. Inc. en aldrei var alveg ljóst fyrir hvað sú skammstöfun stóð, í einhverju viðtali sögðu þau það standa fyrir Félags íslenskra rokkhljómsveita erlendis en það mun þó hafa verið grín. Hópurinn sem stóð að baki félagsskapnum voru hljómsveitirnar Stilluppsteypa, Kolrassa krókríðandi, Púff og Curver en sá síðast taldi er reyndar einyrki.

F.I.R.E. var árið 1993 orðið virkt í tónleikahaldi höfuðborgarsvæðisins og mestmegnis léku sveitirnar sjálfar á slíkum tónleikum sem m.a. voru haldnir í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð en einnig stóð hópurinn fyrir innflutningi á erlendum neðanjarðarsveitum og mun hafa gefið út tímarit. Þá kom út á vegum þeirra átta laga safnplatan F.I.R.E. þar sem hljómsveitirnar sjálfar komu við sögu, í kjölfarið komu fleiri plötur og kassettur úr á vegum útgáfunnar.

F.I.R.E. lognaðist smám saman út sem félagsskapur en Heimir Björgúlfsson tók við útgáfuarmi þess árið 1994 (og kallaðist það þá Fire Inc.) og gaf m.a. Stilluppsteypu og annað efni, að minnsta kosti til ársins 2009.

Efni á plötum