Farísearnir (1996)

Farísearnir

Hljómsveitin Farísearnir starfaði í fáeina mánuði haustið 1996 en um það leyti sendi sveitin frá sér tólf laga plötu.

Þeir Davíð Þór Jónsson sem þá var þekktur skemmtikraftur og annar Radíus-bræðra, og Einar S. Guðmundsson stofnuðu Faríseanna á haustmánuðum 1996 til að koma eigin laga- og textasmíðum á framfæri. Þeir fengu til liðs við sig Ragnar Örn Emilsson gítarleikara, Jón Gest Sørtveit trommuleikara og Sævar Örn Sævarsson bassaleikara, Davíð Þór annaðist sönginn og Einar gítarleik.

Þeir Farísear fóru í hljóðver síðsumars og sendu síðar frá sér plötu samnefnda sveitinni fyrir jólin, Sveitin lék á tvennum tónleikum í tilefni útgáfunnar og létu þar við sitja. Tveir dómar birtust um plötuna í Morgunblaðinu og DV og voru nokkuð samhljóða, textar Davíðs Þórs þóttu frábærir en söngurinn afleitur – reyndar var annar dómanna undir fyrirsögninni „Söngvara bráðvantar“.

Efni á plötum