Trípólí tríó (1994-2000)

Trípólí tríó

Hljómsveitin Trípólí tríó (einnig nefnd Tríó Trípólí) starfaði um nokkurra ára skeið og lék mestmegnis á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en svo virðist sem það hafi verið nokkurn veginn á árunum 1994 til 2000, jafnvel með einhverjum hléum.

Meðlimir Tríópólí tríós voru þeir Ingólfur Haraldsson söngvari, Sævar Örn Sævarsson bassaleikari og Ragnar Örn Emilsson gítarleikari. Fleiri munu þó hafa komið við sögu sveitarinnar og hafa söngvararnir Karl Hjaltested og Einar Ólafsson verið nefndir í því samhengi, einnig mun Trípólí í einhver skipti hafa komið fram sem dúett.

Allar nánari upplýsingar mætti gjarnan senda til Glatkistunnar.