Tríó Þorvaldar (1957 / 1981-2001)

Tríó Þorvaldar var starfandi í áratugi en það spilaði mestmegnis danstónlist og gömlu dansana. Þorvaldur Jónsson harmonikkuleikari frá Torfastöðum á Fljótsdalshéraði var fyrst með tríó í eigin nafnið sumarið 1957 en þá voru ásamt honum í sveitinni þeir Páll Sigfússon trommuleikari og Önundur Magnússon klarinettuleikari. Þeir félagar léku þá á böllum í sveitinni og þótt…

Tríó Valgeirs (1984-86 / 1990-93)

Tríó Valgeirs starfaði á Egilsstöðum um árabil á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Björn Hallgrímsson bassaleikari, Tómas Tómasson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari mynduðu kjarna tríósins en aðal starfstími hennar var á árunum 1984 til 86. Sveitin var í pásu á árunum 1986-90 en byrjaði aftur þá og starfaði líklega til 1993, þó ekki…

Tríó túkall (1979-81)

Tríó túkall starfaði í um tvö ár í kringum 1980 og var annar undanfara Hálfs í hvoru. Þau Bergþóra Árnadóttir söngvari og gítarleikari, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson söngvari og gítarleikari og Gísli Helgason söngvari og flautuleikari höfðu kynnst í félagsskapnum Vísnavinum árið 1979 og úr varð samstarf sem þau kölluðu Tríó túkall. Þríeykið starfaði saman í…

Tríó Trausta Thorberg (1961)

Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari starfrækti um tíma tríó í eigin nafni árið 1961. Með honum í tríóinu voru Reynir Jónasson harmonikkuleikari og Sigurður Guðmundsson píanóleikari. Svo virðist sem tríóið hafi ekki starfað lengi.

Tríó Tóta (1982)

Tríó Tóta starfaði árið 1982 á Héraði en var skammlíf sveit. Meðlimir Tríós Tóta voru Þórarinn Rögnvaldsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Andrés Einarsson gítarleikari og Valgeir Skúlason trommuleikari.

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík (1930-48 / 1957)

Tríó Tónlistarskólans í Reykjavík starfaði um árabil og var mikilvægur íslensku tónlistarlífi en tríóið lék margsinnis í dagskrá Ríkisútvarpsins og kynnti landsmönnum fjölbreytilega klassík á sínum tíma. Tríóið tók líklega til starfa árið 1930, eða um það leyti að Tónlistarskólinn í Reykjavík var stofnaður. Meðlimir tríósins í upphafi munu hafa verið þeir Karl Heller fiðluleikari,…

Tríó Örvars Kristjánssonar (1969-71)

Á árunum 1969 til 71 starfrækti harmonikkuleikarinn Örvar Kristjánsson tríó í eigin nafni en það tríó lék aðallega í Sjálfstæðishúsinu (Sjallanum) á Akureyri. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar hverjir skipuðu tríóið með Örvari en söngkonan Saga Jónsdóttir var söngkona þess.

Tríó Þóru Grétu Þórisdóttur (1996-99)

Djasssöngkonan Þóra Gréta Þórisdóttir starfrækti að minnsta kosti tvívegis tríó í sínu nafni. Fyrra skiptið var árið 1996 og 97 en þá léku með henni Gunnar Gunnarsson píanóleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari en 1999 voru þeir Páll Pálsson bassaleikari og Óskar Einarsson píanóleikari meðspilarar Þóru Grétu.

Tríó Þorvaldar Steingrímssonar (1958)

Þorvaldur Steingrímsson fiðluleikari starfrækti tríó í eigin nafni árið 1958 en engar frekari upplýsingar finnast um þá sveit. Ef einhver lumar á upplýsingum um Tríó Þorvaldar Steingrímssonar má gjarnan senda Glatkistunni þær.

Tríó Þorvaldar Halldórssonar (2001)

Engar upplýsingar er að finna um Tríó Þorvaldar Halldórssonar sem samnefndur söngvari hélt úti árið 2001, hverjir skipuðu það með honum eða hversu lengi. Tríóið mun hafa leikið tónlist trúarlegs eðlis.

Tríóla [1] (1974)

Þjóðlagasveitin Tríóla starfaði í nokkra mánuði árið 1974 í Hafnarfirði. Fyrst um sinn var um kvartett að ræða en meðlimir voru þá Þóra Lovísa Friðleifsdóttir söngkona, Birgir Grímur Jónasson gítar-, banjó- og munnhörpuleikari, Gunnar Friðþjófsson gítarleikari og Friðþjófur Helgason (síðar ljósmyndari) kontrabassaleikari. Þegar fækkaði um einn í Tríólu var það stundum kallað Þjóðlagatríóið Tríóla, að…

Afmælisbörn 5. apríl 2018

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sextíu og sexmm ára gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…