Tríóla [1] (1974)

Tríóla

Þjóðlagasveitin Tríóla starfaði í nokkra mánuði árið 1974 í Hafnarfirði. Fyrst um sinn var um kvartett að ræða en meðlimir voru þá Þóra Lovísa Friðleifsdóttir söngkona, Birgir Grímur Jónasson gítar-, banjó- og munnhörpuleikari, Gunnar Friðþjófsson gítarleikari og Friðþjófur Helgason (síðar ljósmyndari) kontrabassaleikari.

Þegar fækkaði um einn í Tríólu var það stundum kallað Þjóðlagatríóið Tríóla, að öllum líkindum var það Þóra Lovísa söngkona sem hætti, heimildir liggja þó ekki fyrir um það.