Reif serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Reif í fótinn – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 520 Ár: 1992 1. Pís of keik – Undir áhrifum 2. 2 unlimited – Murphy’s megamix 3. Misteria – Who killed JFK 4. Rofo – Rofo’s theme (new beat edit) 5. Chariff – I love your smile 6. Cosmo crew – Show no shame 7. Twenty…

Kór Barnaskóla Akureyrar (1959-96)

Kór Barnaskóla Akureyrar starfaði í áratugi undir stjórn Birgis Helgasonar en hann tók við hlutverkinu af Björgvini Jörgenssyni sem hafði stofnað kórinn 1948 og stýrt honum í um tíu ár, í starfstíð Björgvins var gjarnan nefndur Barnakór Akureyrar en Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis. Kórinn er klárlega með þekktustu barnakórum sem starfað hafa hér…

Kór Barnaskóla Akureyrar – Efni á plötum

Kór Barnaskóla Akureyrar – Jólavaka [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Odeon GEOK 254 Ár: 1967 1. Kom blíða tíð 2. Hátíð fer að höndum ein 3. Jólaguðspjallið (fyrri hluti) 4. Dýrð sé guði í upphæðum 5. Í Betlehem 6. Þá nýfæddur Jesús 7. Það aldin út er sprungið 8. Jólaguðspjallið (seinni hluti) 9. Sælir eru þeir,…

Túnis (1993-94)

Danshljómsveitin Túnis var húshljómsveit í Ártúni veturinn 1993 til 94. Engar upplýsingar finnast um meðlimi þessarar sveitar en söngkonan Anna Jóna [Snorradóttir ?] söng með þeim að minnsta kosti hluta þess tíma sem sveitin starfaði. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Túnis.

Túnfiskar – Efni á plötum

Túnfiskar – Í Öldutúni [ep] Útgefandi: Túnfiskar Útgáfunúmer: Öldurót 001 Ár: 1986 1. Í Öldutúni 2. Í Öldutúni (instrumental) 3. Syndaselurinn 4. Syndaselurinn (instrumental) Flytjendur: Nemendur úr Öldutúnsskóla – söngur Þorsteinn Jónsson – undirleikur    

Túnfiskar (1986)

Túnfiskar var sönghópur úr Öldutúnsskóla sem gaf út tveggja laga plötu vorið 1986 og naut nokkurra vinælda. Forsaga málsins er sú að krakkar af unglingastigi Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfðu flutt dagskrá í skólanum undir heitinu „Karnival“ á haustönn 1985 en sú dagskrá vakti það mikla athygli að Jón Gústafsson, sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu,…

Túrbó – Efni á plötum

Túrbó – K.Ö.M.M. [snælda] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1991 1. Villt líf 2. Crazy rocker 3. Fönkarinn 4. Þrumur og eldingar 5. Ég hef selt mína sál 6. Atratus inhumanitas 7. Lýðveldi 8. Waiting 9. Childs blood 10. Instrumental Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]

Túrbó (1985-94)

Hljómsveitin Túrbó frá Borgarnesi starfaði í nokkur ár með hléum og náði að koma út einni snældu á starfstíð sinni. Túrbó var iðulega kennd við Borgarnes enda var hún stofnuð þar í grunnskólanum haustið 1985. Í sveitinni voru upphaflega þeir Einar Þór Jóhannsson bassleikari, Ólafur Páll Pálsson gítarleikari og Sigurþór Kristjánsson trommuleikari. Fljótlega skiptu þeir…

Tvennir tímar (1991-99)

Ballsveitin Tvennir tímar starfaði mest allan tíunda áratug síðustu aldar og spilaði víðs vegar á dansstöðum, mestmegnis þó á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð sumarið 1991 og þá voru meðlimir hennar Hannibal Hannibalsson söngvari og gítarleikari, Sigurður Kristinn Guðfinnsson söngvari og kassagítarleikari, Ólafur Kolbeinsson trommuleikari og Alfreð Lilliendahl bassaleikari. 1993 höfðu orðið þær breytingar á sveitinni…

Tveir heimar (1999-2000)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Tvo heima sem starfaði á Akureyri í kringum aldamótin (1999 og 2000). Tveir heimar keppti í hljómsveitakeppni Rokkstokk 1999 sem haldin var í Keflavík og því er giskað á að meðlimir þessarar sveitar hafi verið fremur ungur að árum. Sveitin átti í framhaldinu lag á safnplötunni Rokkstokk…

Twilight toys (1985)

Hljómsveitin Band nútímans gekk um tíma sumarið 1985 undir nafninu Twilight toys, og fluttu þá efni sitt á ensku. Sveitina skipuðu þeir Gunnar Ólafsson bassaleikari, Finnur Frímann Pálmason gítarleikari, Pétur Jónsson trommuleikari, Magnús Árni Magnússon söngvari og hljómborðsleikari og Ævar Sveinsson gítarleikari. Twilight toys starfaði einungis í fáeinar vikur undir þessu nafni.

Tweety – Efni á plötum

Tweety – Bít Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: 13158942 Ár: 1994 1. Sexy 2. Alein 3. Aðeins fyrir þig 4. Vegleysingi 5. Taktu mig! 6. Sama sagan 7. Gott mál 8. Ekkert mál 9. Lollypops 10. So cool Flytjendur: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – gítar, raddir, forritun og hljómborð Andrea Gylfadóttir – söngur og raddir Máni Svavarsson –…

Tweety (1994-96)

Hljómsveitin Tweety var annar leggur af tveimur sem til varð þegar hljómsveitin Todmobile hætti störfum um áramótin 1993-94, hinn leggurinn hlaut nafnið Bong. Tweety byrjaði sem dansdúett en tveir þriðju hlutar kjarna Todmobile, Andrea Gylfadóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson hófu að vinna saman tónlist í upphafi árs 1994. Fyrsta afurð þeirra leit dagsins ljós á…

Tvöfalda beat-ið (1990-91)

Tvöfalda beat-ið (bítið) var skammlíf sveit sem lék soul og funk tónlist veturinn 1990 til 91. Það voru þeir Ólafur Hólm Einarsson trommuleikari, Stefán Hjörleifsson gítarleikari, Eiður Arnarsson bassaleikari, Stefán Hilmarsson söngvari og Jón Ólafsson orgelleikari sem skipuðu sveitina en þeir tveir síðast töldu höfðu einmitt verið meðal stofnmeðlima Sálarinnar hans Jóns míns fáeinum árum…

Tvilimon (1990)

Engin leið er að finna upplýsingar um hljómsveitina Tvilimon sem keppti vorið 1990 í hæfileikakeppninni Viðarstauk sem nemendafélag Menntaskólans á Akureyri heldur utan um. Af mynd af sveitinni að dæma var Tvilimon tríó en allar frekari upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Twist & bast – Efni á plötum

Twist & bast – Uppstökk Útgefandi: R-Músik Útgáfunúmer: CD 9603 Ár: 1996 1. Adam og Eva 2. Tengdó og ég 3. Andvaka 4. Aðeins sextán 5. Skálkaskjól 6. Regnið fylgir mér 7. Litla vina 8. Undrið ert þú 9. Slepptu mér 10. 18 ára 11. Því ertu svona uppstökk 12. Elskarðu mig enn á morgun…

Twist & bast (1995-96)

Hljómsveitin Twist & bast var áberandi á sveitaböllunum árið 1996 en það vor sendi sveitin frá sér plötu. Twist & bast var stofnuð 1995 gagngert til að gera út á ballmarkaðinn enda var hún skipuð gamalkunnum meðlimum með reynslu úr bransanum en þeir voru Sævar Sverrisson söngvari, Gestur Pálsson saxófónleikari, Jósep Sigurðsson píanóleikari, Magni Friðrik…

Unglingakór Selfosskirkju – Efni á plötum

Unglingakór Selfosskirkju – Margt er sér til gamans gert Útgefandi: Unglingakór Selfosskirkju Útgáfunúmer: US-02 Ár: 2001 1. Go down Moses 2. Margt er sér til gamans gert 3. Einum unni eg manninum 4. Eg vil lofa eina þá 5. Hvert örstutt spor 6. Nigra Sum 7. We rise again 8. Laudi alla Vergine Maria 9.…

Unglingakór Selfosskirkju (1993-2015)

Unglingakór Selfosskirkju var stofnaður upp úr öðrum kór, Barnakór Selfosskirkju þegar meðlimir kórsins komust á unglingsaldur. Svo virðist sem kórarnir tveir hafi um tíma verið starfandi sem ein eining enda kom hann stundum fram undir nafninu Barna- og unglingakór Selfosskirkju. Eftir 1995 virðist unglingakórinn þó hafa slitið sig alveg frá yngri kórnum en meðlimir gengu…

Afmælisbörn 26. apríl 2018

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um sex tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) er sextíu og átta ára gamall, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum, Eilífð, Beatniks, Rain og Brimkló sem hann staldraði reyndar…