Túnfiskar (1986)

Túnfiskar úr Öldutúnsskóla

Túnfiskar var sönghópur úr Öldutúnsskóla sem gaf út tveggja laga plötu vorið 1986 og naut nokkurra vinælda.

Forsaga málsins er sú að krakkar af unglingastigi Öldutúnsskóla í Hafnarfirði höfðu flutt dagskrá í skólanum undir heitinu „Karnival“ á haustönn 1985 en sú dagskrá vakti það mikla athygli að Jón Gústafsson, sem þá annaðist þáttagerð í Ríkissjónvarpinu, fékk hópinn til að koma fram í þættinum Unglingarnir í frumskóginum.

Það varð þeim hvatning til að gera eitthvað meira og á vorönninni var búin til enn stærri dagskrá fyrir árshátíð skólans rétt fyrir páskafrí, þar sem m.a. var samin revía (af Gísla Ásgeirssyni kennara í samráði við krakkana) og gert hálfgildings grín að kennurunum, allt var þetta fléttað saman með tónlist sem sönghópurinn Túnfiskar komu mestmegnis við sögu.

Árshátíðin þótti heppnast afar vel og fljótlega kom upp sú hugmynd að gefa út plötu með tveimur lögum úr revíunni og þá var kallað til Jóns Gústafssonar á nýjan leik en hann rak þá stúdíóið Mjöt í félagi við aðra. Lögin komu síðan út í lok skólaársins og seld þar til styrktar kaupum á hljómflutningstækjum fyrir skólans en hann átti þá 25 ára afmæli.

Platan fékk ágæta dóma og lagið Í Öldutúni fór t.d. á flug á vinsældarlista Rásar 2, lögin tvö voru tvítekin á plötunni – með og án söngs.

Túnfiskarnir störfuðu áfram eitthvað fram á sumarið, komu m.a. fram á 17. júní skemmtunum bæði Hafnarfirði og Reykjavík, og skemmtu um verslunarmannahelgina á bindindishátíðinni í Galtalæk. Í sönghópnum voru að minnsta kosti tvær söngkonur sem síðar áttu eftir að láta að sér kveða, Kristbjörg Kari Sólmundardóttir og Margrét Eir Hjartardóttir.

Efni á plötum