Trítiltoppakvartettinn (1978-79)

Trítiltoppakvartettinn var starfandi árin 1978 og 79, og var eitthvað viðloðandi félagsskapinn Vísnavini. Líklega var frekar um að ræða hljómsveit en söngflokk en meðal meðlima mun hafa verið Kjartan Ólafsson síðar tónskáld. Ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri hann spilaði né hverjir aðrir skipuðu sveitina. Á einhverjum tímapunkti 1979 munu hafa verið fimm manns í…

Trípólí tríó (1994-2000)

Hljómsveitin Trípólí tríó (einnig nefnd Tríó Trípólí) starfaði um nokkurra ára skeið og lék mestmegnis á dansstöðum höfuðborgarsvæðisins. Erfitt er að segja til um nákvæmlega hvenær sveitin starfaði en svo virðist sem það hafi verið nokkurn veginn á árunum 1994 til 2000, jafnvel með einhverjum hléum. Meðlimir Tríópólí tríós voru þeir Ingólfur Haraldsson söngvari, Sævar…

Trípólí (1985)

Árið 1985 starfaði ballsveit, að öllum líkindum í Vestmannaeyjum, undir nafninu Trípólí. Allar tiltækar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Troubles (1967-72)

Hljómsveit sem bar nafnið Troubles var starfrækt á Raufarhöfn á árunum 1967 til 1972. Troubles gerði aðallega út á ballspilamennsku og coverlög þótt sveitin hefði eitthvað frumsamið á prógrammi sínu, þeir félagar spiluðu mestmegnis á heimaslóðum og nærsveitum en fóru líklega víðar yfir sumartímann. Meðlimir sveitarinnar lengst af voru Jói Gvendar [?], Stebbi Geira [?]…

Trompet – Efni á plötum

Trompet – Trompet Útgefandi: Hljóðsmárinn ehf Útgáfunúmer: ABCD 001 Ár: 2000 1. Gosh 2. Julys 3. Occasion 4. Not alone 5. Jonah 6. Once in a blue moon 7. Isolated 8. Romantic 9. Open up your eyes 10. My sky Flytjendur: Grétar Þór Gunnarsson – bassi Brynjólfur Snorrason – trommur og slagverk Oddur Carl Thorarensen…

Trompet (1998-2001)

Hljómsveitin Trompet hafði verið starfandi í um tvö ár sem hálfgerður klúbbur þegar hún birtist skyndilega á sjónarsviðinu með plötu aldamótaárið 2000. Meðlimir Trompets, sem vel að merkja var langt frá því að vera lúðrasveit heldur popprokksveit með kristilegu ívafi, voru Grétar Þór Gunnarsson (Gismo) bassaleikari, Oddur Carl Thorarensen söngvari, Jón Örn Arnarson gítarleikari, Einar…

Tromp – Efni á plötum

Tromp – Myndir Útgefandi: Ragnar Karl Ingason Útgáfunúmer: RK 001 Ár: 1996 1. Sælustund 2. Frumskógarlögmálið 3. Söngur um draum 4. Kominn heim 5. Aldrei aftur 6. Alvörublús 7. Geng hér um 8. Stríð 9. Ævintýrin 10. Myndir Flytjendur: Harpa Þorvaldsdóttir – söngur, raddir, píanó og hljómborð Ragnar Karl Ingason – söngur, raddir, gítar, bassi,…

Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu. Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur…

Trúbrot [2] [útgáfufyrirtæki] (1972)

Hljómplötuútgáfan Trúbrot var stofnuð af meðlimum hljómsveitarinnar Trúbrot til að gefa út plötu sveitarinnar árið 1972 en engin plötuútgáfa hér á landi treysti sér til að taka það verkefni að sér vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar en ljóst var áður en upptökur hófust að um dýrustu plötu Íslandssögunnar yrði að ræða. Það voru þeir Gunnar Jökull Hákonarson,…

Trúbrot [1] – Efni á plötum

Trúbrot – Trúbrot Útgefandi: Fálkinn / Shadoks music Útgáfunúmer: SPMA 27 / SHADOKS 125 Ár: 1969 / 2010 1. Sama er mér 2. Hlustaðu á regnið 3. Þú skalt mig fá 4. Við 5. Frelsi andans 6. Konuþjófurinn 7. Byrjenda boogie 8. Elskaðu náungann (byggt á Pílagrímakórnum úr Tannhauser eftir Richard Wagner) 9. Án þín…

Trúbrot [1] (1969-73)

Hljómsveitin Trúbrot er án nokkurs vafa ein allra þekktasta og áhrifamesta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, hún var aukinheldur fyrsta alvöru súpergrúppa Íslands í anda Blind faith, Bad company, ASIA o.fl. og skildi eftir sig fjölda platna og laga sem sömuleiðis teljast með þeim merkustu hér á landi, platan …lifun hefur t.a.m. oftsinnis skipað sér meðal efstu…

Trómet blásarasveitin (1979-85)

Trómet blásarasveitin var skipuð ungum hljóðfæraleikurum, starfaði um og upp úr 1980 og vakti heilmikla athygli. Sveitin var stofnuð haustið 1979 og starfaði allt til vorsins 1985, alla tíð undir stjórn Þóris Þórissonar. Á þeim tíma hélt hún fjölda tónleika bæði á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni og vakti athygli fyrir framlag sitt, tónskáld eins…

Trygg recordings [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1977-82)

Trygg recordings var hljóðvinnslu- og útgáfufyrirtæki sem hljóðmaðurinn Tryggvi Tryggvason starfrækti í Norwich í Bretlandi, á árunum 1977 til 82 að minnsta kosti. Litlar upplýsingar er að finna um Trygg recordings en nokkrar íslenskar plötur komu út á vegum fyrirtækisins, plöturnar Íslenzk einsönglög með Garðari Cortes og Krystynu Cortes, Íslenzk þjóðlög og ættjarðarlög o.fl. með…

Afmælisbörn 12. apríl 2018

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…