Trúbrot [2] [útgáfufyrirtæki] (1972)

Skjaldarmerki útgáfufyrirtækisins Trúbrots

Hljómplötuútgáfan Trúbrot var stofnuð af meðlimum hljómsveitarinnar Trúbrot til að gefa út plötu sveitarinnar árið 1972 en engin plötuútgáfa hér á landi treysti sér til að taka það verkefni að sér vegna fyrirsjáanlegs kostnaðar en ljóst var áður en upptökur hófust að um dýrustu plötu Íslandssögunnar yrði að ræða.

Það voru þeir Gunnar Jökull Hákonarson, Gunnar Þórðarsonar, Rúnar Júlíusson og Magnús Kjartansson sem stóðu að baki útgáfunnar og voru þeir allir titlaðir framkvæmdastjórar hennar.

Platan, sem fékk titilinn Mandala, var eina plata hljómplötuútgáfunnar Trúbrots.