Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu.

Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur skipti á norðanverðu landinu til að fylgja plötunni eftir, eftir útkomu hennar.

Ragnar samdi efnið að langmestu leyti en fékk til sín Jens Hansson til að annast upptökuþáttinn en þeir ásamt Björgvini Gíslasyni unnu útsetningar á tónlistinni. Fleiri kunnir hljóðfæraleikarar komu að spilamennsku á plötunni sem kom út haustið 1996. Hún var tíu laga, var gefin út af Ragnari sjálfum og hlaut titilinn Myndir.

Myndir fékk þokkalega dóma í Morgunblaðinu og DV en sem fyrr segir fylgdu þau plötunni lítt eftir, dúettinn kom þó saman aftur tveimur árum síðar en þar við sat.

Efni á plötum