Stúlknakór Blönduóss (1997-98)

Upplýsingar óskast um kór sem bar nafnið Stúlknakór Blönduóss en hann var starfræktur veturinn 1997-98 og e.t.v. lengur, undir stjórn Huldu Tryggvadóttur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Statíf (1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveitina Statíf sem starfaði árið 1987 á norðanverðu landinu, að öllum líkindum á Blönduósi. Statíf keppti í hljómsveitakeppninni sem haldin var á útihátíðinni í Atlavík um verslunarmannahelgina það sumar en upplýsingar vantar um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma o.s.frv.

Stay free [2] (1982)

Hljómsveit sem bar nafnið Stay free starfaði á Blönduósi árið 1985 en þá um haustið lék hún á dansleik sem haldinn var í félagsheimilinu á Blönduósi af Kaupfélagi Húnvetninga en tilefnið var 100 ára afmæli Samvinnuhreyfingarinnar á Íslandi. Engar frekari upplýsingar finnast hins vegar um þessa sveit og er því hér með óskað eftir þeim.

Skólalúðrasveit Austur-Húnavatnssýslu (1987-2014)

Lúðrasveit var lengi starfrækt við Tónlistarskóla Austur Húnavatnssýslu en ekki liggur fyrir hvort hún sé þar starfandi ennþá, hún var lengst af undir stjórn Skarphéðins Húnfjörð Einarssonar. Tónlistaskólinn sem hefur þrjár starfsstöðvar, á Blönduósi, Skagaströnd og Húnavöllum, var stofnaður haustið 1971 en engar upplýsingar er að finna um hvenær skólalúðrasveit var stofnuð við hann –…

Samkórinn Björk (1983-2020)

Samkórinn Björk starfaði í um þrjá áratugi og var áberandi í sönglífi Austur-Húnvetninga á þeim tíma, kórinn sendi frá sér eina plötu. Það var hópur innan Tónlistarfélags Austur-Húnavatnssýslu sem hafði frumkvæði að því að Samkórinn Björk var stofnaður á Blönduósi haustið 1983 en nafn kórsins kemur frá húsi sem bar nafnið Björk, og hýsti tónlistarskólann…

Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum [félagsskapur] (1981)

Félag áhugafólks um harmonikkuleik hefur verið starfandi í Húnavatnssýslum um árabil, fyrst undir nafninu Harmonikufélagið Blönduósi en síðan Félag harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum frá árinu 1991. Félagið var stofnað vorið 1981 á Hótel Blönduósi og var Þórir Jóhannsson kjörinn fyrsti formaður þess, hann gegndi embættinu um árabil en Svavar Jónsson tók við af honum í stuttan…

Gestur Guðmundsson [1] (1931-2021)

Svarfdælingurinn Gestur Guðmundsson hafði alla möguleika á að skapa sér nafn sem söngvari á sínum tíma en ákvað þess í stað að helga sig öðru, eftir hann liggur ein plata. Gestur fæddist 1931 og bjó uppvaxtarár sín í Svarfaðardal, fyrst í Gullbringu og síðan Karlsá, hann kom úr stórum systkinahópi en alls voru systkinin þrettán…

Ottó [2] (1989-91)

Á Blönduósi var um tíma starfandi hljómsveit sem kallaðist Ottó, þessi sveit lék á árlegum áramótadansleikjum á staðnum á árunum 1989-91 en ekki er ljóst hvort hún var starfandi á öðrum tímum ársins. Upplýsingar um það sem og um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar má gjarnan senda Glatkistunni.

Blönduvision [tónlistarviðburður] (1985-)

Hin árlega söngvakeppni Grunnskólans á Blönduósi, Blönduvision hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess í skólastarfi bæjarins en hún er haldin snemma á vorin í tengslum við árshátíð skólans. Ekki er alveg ljóst hvenær Blönduvision var fyrst haldin, heimildir um hana finnast frá árinu 1985 en saga keppninnar gæti verið fáeinum árum lengri. Fyrirkomulagið hefur…

BCLB (1995-97)

Hljómsveit að nafni BCLB starfaði á Blönduósi og var skipuð nokkrum ungum mönnum. Sveitin, sem var stofnuð vorið 1995, hitaði upp fyrir nokkrar af helstu sveitaballasveitum samtímans á böllum nyrðra, kom fram á Húnavöku og Blönduvision og lék einnig sunnan heiða. Hún lagði líklega upp laupana 1997. Litlar upplýsingar er að hafa um BCLB en…

Tromp (1996-98)

Dúettinn Tromp var eins konar tímabundið verkefni, sett saman fyrir útgáfu einnar plötu. Það var Ragnar Karl Ingason frá Hvammstanga sem fékk snemma árs 1996 til samstarfs við sig sextán ára söngkonu, Hörpu Þorvaldsdóttur einnig frá Hvammstanga. Þar sem Ragnar bjó þá á Blönduósi varð samstarfið ekki samfellt en þau komu þó fram í nokkur…

Ósmenn (1967-72)

Hljómsveitin Ósmenn starfaði á Blönduósi um 1970, þetta var ballsveit sem lék einkum í Húnaþingi og var m.a. fastur gestur á Húnavöku, en fór stundum út fyrir heimabyggðina og lék t.a.m. í einhver skipti um verslunarmannahelgar í Vaglaskógi. Ósmenn voru stofnaðir vorið 1967 og störfuðu þá fyrst aðeins yfir sumarið en fóru þá í pásu.…

Þrusk [2] (1995-96)

Hljómsveitin með þessu nafni lék á áramótadansleik á Blönduósi um áramótin 1995-96. Líkur eru á að sveitin hafi verið norðlensk en aðrar upplýsingar er ekki að finna um hana og óskast því sendar Glatkistunni.

Karlakórinn Vökumenn (1958-81)

Karlakórinn Vökumenn starfaði í Húnavatnssýslu í nærri því aldarfjórðung, hann söng nær eingöngu á heimaslóðum og var fastagestur á Húnavöku þann tíma sem hann starfaði. Vökumenn komu úr Torfalækjarhreppi en nafn kórsins var komið frá kvenfélagi hreppsins, Vöku. Kórinn hóf æfingar haustið 1958 en var þó ekki formlega stofnaður fyrr en snemma árs 1959, mánuði…

Karlakórinn Húnar (1944-55)

Guðmann Sigtryggur Hjálmarsson stjórnaði Karlakórnum Húnum sem starfræktur var á Blönduósi á árunum 1944-55. Kórinn söng einkum á Húnavökum og öðrum samkomum í heimahéraði. Svo virðist sem Karlakórinn Húnar hafi komið saman aftur vorið 1963 undir stjórn Þorsteins Jónssonar en ekki liggur fyrir hvort kórinn starfaði lengur í það skiptið.

Rop (1978-79)

Ballhljómsveitin Rop (einnig kölluð R.O.P.) starfaði á Blönduósi í lok áttunda áratugar tuttugustu aldarinar. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi Jón Sverrisson gítarleikari, Guðmundur Guðmundsson bassaleikari, Skúli Guðmundsson trommuleikari, Jóhann Örn Arnarson hljómborðsleikari og Birna Sigfúsdóttir söngkona. Birna staldraði ekki lengi við í bandinu, hún hætti rétt fyrir áramótin 1978-79…

Haldapokarnir (2004 -)

Haldapokarnir er hljómsveit frá Blönduósi, starfandi allavega frá 2004. Meðlimir Haldapokanna eru Þorsteinn Jónsson og Jón Ólafur Sigurjónsson en þeir syngja báðir auk þess að leika á gítar og bassa. Líklega hefur þetta lengst af verið dúett en þegar þeir áttu lag á safnplötunni Vökulögin 2008, sem er afrakstur dægurlagakeppni haldin í tengslum við Húnavöku,…

Lexía [2] (1977-93)

Lexía hét húnversk hljómsveit og þótti öflug í sveitaballamenningunni norðan lands á sínum tíma. Hún afrekaði að koma út einni plötu, en það var fyrsta platan sem gefin var út í Húnvatnssýslu. Hljómsveitin var stofnuð 1977 að Laugarbakka í Miðfirði og var lengi skipuð mönnum úr sveitinni í kring, þeir voru Axel Sigurgeirsson trommuleikari, Björgvin…

Óbermi (1989)

Hljómsveitin Óbermi var starfandi 1999 á Blönduósi, tók þátt í Músíktilraunum það árið og var þá skipuð þeim Guðmundi Rey Davíðssyni söngvara og gítarleikara, Steindóri Sighvatssyni bassaleikara, Þorbirni Þór Emilssyni trommuleikara og Ólafi Tómasi Guðjónssyni söngvara og gítarleikara. Sveitin komst ekki í úrslit.