Rop (1978-79)

Rop

Rop

Ballhljómsveitin Rop (einnig kölluð R.O.P.) starfaði á Blönduósi í lok áttunda áratugar tuttugustu aldarinar.

Sveitin var stofnuð haustið 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi Jón Sverrisson gítarleikari, Guðmundur Guðmundsson bassaleikari, Skúli Guðmundsson trommuleikari, Jóhann Örn Arnarson hljómborðsleikari og Birna Sigfúsdóttir söngkona. Birna staldraði ekki lengi við í bandinu, hún hætti rétt fyrir áramótin 1978-79 og þá tók nýr söngvari, Stefán Tómasson, við söngkeflinu.

Þannig skipuð starfaði sveitin fram eftir sumri 1979 en eftir verslunarmannahelgina finnast engar heimildir um Rop. Því má ætla að hún hafi hætt störfum fljótlega upp úr því.