Nýtt efni í gagnagrunn Glatkistunnar

Heilmikið efni var rétt í þessu að bætast inn í gagnagrunn Glatkistunnar. Aðallega er um að ræða hljómsveitir og flytjendur í bókstafnum „R“ – meðal annarra eru stærri nöfn á borð við Roof tops, Róbert Arnfinnsson, Rúnar Georgsson og Rúnar Gunnarsson en einnig óþekktari sveitir eins og Rúbín kvartett, Rómó og Geiri (með Geirmund Valtýsson…

Rísandi reðir (?)

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Rísandi reði, aðrar en að einn meðlimur hennar var Björn Þór Jóhannsson (Óðfluga, Trassar o.fl.). Rísandi reðir var pönksveit.

Rjúkandi (1991-)

Rjúkandi er sönghópur eða kór frá Ólafsvík sem var nokkuð áberandi um tíma en hefur farið minna fyrir hin síðustu ár. Helgi E. Kristjánsson þáverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Ólafsvík hafði forgöngu um stofnun kórsins vorið 1991 en hópurinn samanstóð af sjómönnum úr Ólafsvík, um fimmtán manns. Meðan Helgi starfaði vestanlands var Rjúkandi nokkuð virkur og…

Rjúpan – Efni á plötum

Rjúpan – Konungur háuloftanna Útgefandi: Spilaborg Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 1996 1. Lífið er tombóla 2. Æskuástin 3. Panama 4. Syndandi í sandi 5. Á röltinu 6. Oddur frændi 7. I don’t wanna be 8. Eyvindur fjalla 9. Ég sé þig samt 10. Hólý Mólý 11. Rjúpan við staurinn 12. Dýrin ganga laus 13. Þú…

Rjúkandi – Efni á plötum

Rjúkandi – Rjúkandi Útgefandi: Músíkþjónustan Útgáfunúmer: MÞJ CD 001 Ár: 1994 1. Það er alltaf smuga 2. Selja litla 3. Amorella 4. Jóns Múla syrpa; Stúlkan mín er mætust (úr söngleiknum Járnhausinn) / Augun þín blá (úr söngleiknum Allra meina bót) / Fröken Reykjavík (úr söngleiknum Rjúkandi ráð) / Sjómenn íslenskir (úr Söngleiknum Járnhausinn) /…

Rjúpan (1996-97)

Rjúpan var fremur skammlíft tríó ættað frá Akureyri, og skipað þekktum tónlistarmönnum. Sveitin starfaði líklega í tæplega ár en náði að gefa út eina plötu. Skúli Gautason söngvari og gítarleikari (Sniglabandið o.fl.), Friðþjófur Sigurðsson söngvari og bassaleikari (Sniglabandið) og Karl O. Olgeirsson söngvari og harmonikkuleikari (Milljónamæringarnir, Svartur pipar o.fl.) skipuðu tríóið sem var stofnuð snemma…

The Robots (1972-74)

Hljómsveitin The Robots var hálfgerð hliðarútgáfa Hljómsveitar Elfars Berg sem starfaði á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Sextett Jóns Sigurðssonar hafði spilað nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum, í þeirri sveit höfðu þeir Stefán Jónsson, Arthur Moon, Berti Möller og Elfar Berg verið en þeir höfðu einnig skipað kjarnann í Lúdó sextett nokkrum árum…

Rock brothers (1988)

Hljómsveitin Rock brothers starfaði haustið 1988 á Akureyri. Litlar upplýsingar er að finna um þessa sveit en heimildir benda til að um tríó hafi verið að ræða, skipað bræðrum. Snorri [?], Jói [?] og Ási [?] eru nöfn sem koma til greina í því samhengi en allar upplýsingar þar af lútandi eru vel þegnar.

Roð (1997-99)

Pönkhljómsveitin Roð frá Húsavík starfaði skömmu fyrir síðustu aldamót og vakti nokkra athygli sérstaklega fyrir beinskeytta texta en náði ekki að koma frá sér miklu efni í útgáfuformi. Sveitin var hluti af húsvísku pönksenunni seinni part tíunda áratugarins en þá var heilmikil vakning norðanlands, sem leiddi ýmist af sér sveitir sem kepptu í Músíktilraunum eða…

Roðar (1967-68)

Nær engar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Roða frá Búðardal en hún er auglýst tvívegis á síðum Morgunblaðsins í upphafi árs 1968, sem önnur af tveimur hljómsveitum á sviði Glaumbæjar. Upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Rofar [1] (1964-66)

Unglingahljómsveitin Rofar starfaði í Keflavík 1964-66. Rofar, sem var hljómsveit í hringiðu bítlalífsins í Keflavík, hafði að geyma Jóhann Helgason sem síðar átti eftir að koma heldur betur við sögu í íslensku tónlistarlífi en aðrir meðlimir voru Friðrik [?] bassaleikari, Ingi Oddsson trommuleikari og Ómar Emilsson gítarleikari. Ekki er ljóst hvort fleiri komu við sögu…

Rofar [2] (um 1970)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi um eða fyrir 1970 í Borgarnesi eða nágrenni. Litlar upplýsingar er að hafa um þessa sveit aðrar en að Kristján Helgason mun að líkindum hafa verið bassaleikari og Vignir Helgi Sigurþórsson gítarleikari og jafnvel söngvari en þeir áttu eftir að starfa síðar saman í hljómsveitinni Nafninu. Ekki…

Roggkha-Roggkha-Drumm (1983-84)

Hljómsveitin Roggkha-Roggkha-Drumm (einnig ritað Roggkah-Roggkah-Dromm og Roggkha-Roggkha-Dromm) var eitt af hliðarverkefnum hópsins sem um þetta leyti var að byrja að starfa undir nafninu Kukl og átti síðar eftir að kalla sig Sykurmolana. Í sveitinni voru þau Einar Melax, Þór Eldon, Björk Guðmundsdóttir og Sjón, og starfræktu þau þessa sveit veturinn 1983-84 ásamt öðrum verkefnum.

Rokkarnir (1963-64)

Rokkarnir var líklega ein fyrsta hljómsveitin sem starfrækt var í Kópavoginum en á þeim árum var þéttbýli að myndast á svæðinu. Reyndar var ekki um eiginlega hljómsveit að ræða heldur þjóðlagatríó. Vettvangurinn var Gagnfræðiskólinn í Kópavogi og meðlimir tríósins voru þeir Halldór Fannar (Valsson), Ólafur Þórðarson og Guðmundur Einarsson (síðar þingmaður Bandalags jafnaðarmanna og Alþýðuflokksins),…

Rokksveit Fúsa Óttars (1993)

Rokksveit Fúsa Óttars virðist hafa verið skammvinnt verkefni á Akureyri snemma árs 1993, allavega finnast ekki heimildir um að sveitin hafi starfað lengur. Meðlimir Rokksveitar Fúsa Óttars voru Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Fúsi sjálfur, Sigfús Óttarsson trommuleikari.

Rondo (1979)

Lítil brasssveit innan Lúðrasveitar Vestmannaeyja gekk undir nafninu Rondo árið 1979. Hvergi er að finna upplýsingar um hversu margir skipuðu þessa sveit eða hversu lengi hún starfaði.

Rondó sextettinn (1960-64)

Í Vestmannaeyjum var blómlegt djasstónlistarlíf eftir miðja síðustu öld og þar voru fremstir í flokki Guðni Agnar Hermansen og nokkrir aðrir. Guðni hafði starfrækt GH sextettinn um tíma en með mannabreytingum tóku þeir upp nýtt nafn árið 1960, Rondó sextettinn. Rondó sextettinn var líkast til alla tíð skipaður sama mannskapnum að mestu, Guðni lék á…

Rondó (1981-82)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í Vestmannaeyjum snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Svo virðist sem hún sé fjarskyld öðrum Rondó hljómsveitum tengdum Eyjunum en meðlimir hennar voru Einar Guðnason trommuleikari, Óli [?] Jónsson [?], Björn Bergsson gítarleikari og söngvari, Sigurður Óskarsson orgelleikari og Huginn Sveinbjarnarson [?], sá síðastnefndi hafði leikið á klarinettu með Rondó…

Rondó tríó (1955-70)

Rondó var hljómsveit sem starfaði í fimmtán ár og lagði alltaf áherslu á að leika gömlu dansana þrátt fyrir ýmsa strauma og stefnur sem sjötti og sjöundi áratugurinn leiddi af sér í tónlistinni. Meðlimir Rondó voru upphaflega fjórir og því gekk sveitin fyrst um sinn undir nafninu Rondó kvartett. Sveitin lék fyrst og fremst í…

Rondó tríó – Efni á plötum

Rondó tríó – Rondo tríó með aðstoð strengja [ep] Útgefandi: Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 – 1025 Ár: 1969 1. Mamma kvað 2. Blítt er undir björkunum 3. Litli Karel 4. Bréfið hennar Stínu Flytjendur: Einar Jónsson – trommur Arthur Moon – bassi Matthías Karelsson – cordovox og söngur [engar upplýsingar um aðra hljóðfæraleikara]

Roof tops (1967-75)

Hljómsveitin Roof tops hafði nokkra sérstöðu í íslensku bítla- og hippasenunni á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, sérstaðan fólst í því að sveitin lagði áherslu á ameríska soultónlist, svokallað tamlatónlist, og innihélt blásara sem ekki var beint móðins í þá tíð. Sveitin spilaði þó ekki soultónlistina eingöngu því smám saman blönduðust aðrar stefnur prógramminu.…

Roof tops – Efni á plötum

Roof tops [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CBEP 25 Ár: 1969 1. Söknuður 2. Það fer ekki eftir því 3. Fólk á flótta 4. Sjúkur draumur um lasið blóm Flytjendur:  [engar upplýsingar um flytjendur]   Roof tops [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: DK 1683 Ár: 1970 1. Ástin ein 2. Lalena Flytjendur: [engar upplýsingar um flytjendur]  …

Rop (1978-79)

Ballhljómsveitin Rop (einnig kölluð R.O.P.) starfaði á Blönduósi í lok áttunda áratugar tuttugustu aldarinar. Sveitin var stofnuð haustið 1978 og voru meðlimir hennar í upphafi Jón Sverrisson gítarleikari, Guðmundur Guðmundsson bassaleikari, Skúli Guðmundsson trommuleikari, Jóhann Örn Arnarson hljómborðsleikari og Birna Sigfúsdóttir söngkona. Birna staldraði ekki lengi við í bandinu, hún hætti rétt fyrir áramótin 1978-79…

Rosie (1971-72)

Rosie var skammlíf hljómsveit sem skartaði þekktum tónlistarmönnum. Sveitin sem ýmist var nefnd Rosie, Rosy eða jafnvel Rozy, var stofnuð á höfuðborgarsvæðinu haustið 1971. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru Jón Ólafsson bassaleikari og Gestur Guðnason gítarleikari sem báðir komu úr Töturum sem þá var nýhætt, Eiður Eiðsson söngvari sem hafði komið úr Pops og Ólafur…

Róbert Arnfinnsson (1923-2013)

Leikarinn góðkunni (Jón) Róbert Arnfinnsson sem einnig þótti liðtækur söngvari,  kom við sögu á nokkrum plötum á sínum tíma, einkum tengdum leikhúsinu. Róbert var fæddur í Þýskalandi 1923, hann nam leiklist hér heima og í Danmörku áður en hann réðist til Þjóðleikhússins þar sem hann starfaði um árabil. Hann lék á þriðja hundrað hlutverka á…

Róbert Arnfinnsson – Efni á plötum

Róbert Arnfinnsson – Úr söngleikjunum Zorba og Fiðlarinn á þakinu Útgefandi: SG hljómplötur Útgáfunúmer: SG 560 Ár: 1971 1. Í fyrsta sinn 2. Ég er frjáls 3. Ef ég væri ríkur 4. Sól rís, sól setzt Flytjendur: Róbert Arnfinnsson – söngur hljómsveit leikur undir stjórn Garðars Cortes – [engar upplýsingar um hljóðfæraleikara] hljómsveit leikur undir…

Róbert bangsi – Efni á plötum

Róbert í Leikfangalandi – ýmsir Útgefandi: Demant / Skífan Útgáfunúmer: D1 001 / SCD 113 Ár: 1975 / 1993 1. Dýrakynning 2. Róbert, Róbert bangsi 3. Eigið hitakerfi 4. Heima 5. Bíllinn minn 6. Ef ég væri í skárra skapi 7. Sjá, sjá 8. Leikfangaland 9. Annar tími á öðrum stað 10. Áfram, áfram 11. Ábyrgð mín…

Róbert bangsi [2] (1975)

Því miður er litlar sem engar heimildir að finna um þjóðlagasöngflokkinn Róbert bangsa sem starfaði sumarið 1975. Allar upplýsingar um þennan söngflokk væru því vel þegnar.

Róbert bangsi í 75 ár (1987)

Hljómsveitin Róbert bangsi í 75 ár var skráð til leiks í hljómsveitakeppni í Húsafelli um verslunarmannahelgina 1987. Ekki liggur fyrir hvort sveitin mætti til leiks, hverjir skipuðu hana og hversu lengi, hvað þá hvort hún var raunverulega til sem hljómsveit en oft tíðkaðist að skrá „hljómsveitir“ til leiks í slíkum keppnum útihátíðanna til þess eins…

Róbert A. Ottósson – Efni á plötum

Róbert A. Ottósson in memoriam – ýmsir Útgefandi: Söngsveitin Fílharmónía Útgáfunúmer: TRG-79 1027 Ár: 1979 1. Ein deutsches Requiem 2. Þættir úr óratóríunni Messías Flytjendur: Söngsveitin Fílharmónía – flutningur undir stjórn Róberts A. Ottóssonar Sinfóníuhljómsveit Íslands – flutningur undir stjórn Róberts A. Ottóssonar Nanna Bjarnadóttir – söngur Guðmundur Jónsson – söngur Helga Ingólfsdóttir – sembal

Róbert A. Ottósson (1912-74)

Róbert A. Ottósson var einn margra tónlistarmanna af gyðingaættum sem hingað til lands flúði í kringum styrjaldarárin. Flestir þeirra ílentust hérlendis, gerðu margt gott fyrir íslenskt tónlistarlíf og var Róbert einn þeirra. Róbert (fæddur Robert Abraham) var sem fyrr segir af gyðingaættum. Hann fæddist í Þýskalandi 1912, lærði á píanó og hóf fljótlega að semja…

Rómeó [1] (1981-83)

Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar var starfandi danshljómsveit (tríó) á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Rómeó. Meðlimir sveitarinnar haustið 1981 voru Kjartan Baldursson bassa- og gítarleikari, Albert Ingason trommuleikari og Halldór Svavarsson hljómborðs- og gítarleikari en sá síðast taldi gæti einnig hafa leikið á harmonikku þegar svo bar undir. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannabreytingar í…

Rómeó [2] (1987-89)

Hljómsveitin Rómeó frá Húsavík starfaði í að minnsta kosti þrjú ár í lok níunda áratugarins, hún virðist mest hafa spilað á böllum í Þingeyjasýslum. Sveitin var stofnuð 1987 og voru meðlimir hennar bræðurnir Þorvaldur Daði og Kristján Halldórssynir gítarleikarar, Karl Hálfdánarson bassaleikari, Sigurjón Sigurðsson trommuleikari og Sigurpáll Ísfjörð Aðalsteinsson hljómborðsleikari. Þeir félagar skiptust á að…

Rómeó kvartettinn (1958-59)

Litlar sögur fara af Rómeó kvartettnum en hann ku hafa verið starfræktur allavega 1958 og 59. Meðlimir kvartettsins voru Reynir Sigurðsson víbrafónleikari, Hrafn Pálsson bassaleikari, Reynir Jónasson saxófónleikari og Jón Páll Bjarnason gítarleikari. Nánari upplýsingar um Rómeó kvartettinn eru að sjálfsögðu vel þegnar.

Rómeó og Júlíus (1993)

Rómeó og Júlíus virðist hafa verið fremur skammlíf hljómsveit frá Akranesi starfandi árið 1993. Um vorið keppti sveitin í Músíktilraunum Tónabæjar, þá voru liðar hennar Hörður Ómarsson bassaleikari, Ólafur Böðvarsson trommuleikari, Kristinn Elíasson gítarleikari og Geir Harðarson söngvari og gítarleikari. Sá síðast taldi gaf síðar út sólóplötur en hinir virðast ekki hafa komið meira nálægt…

Rómó og Geiri (1958-65)

Rómó og Geiri var fyrsta alvöru hljómsveit Geirmundar Valtýssonar en sveitina stofnaði hann um fimmtán ára aldur, árið 1958. Á þessum árum gekk Geirmundur undir gælunefninu Geiri. Sveitin var alla tíð tríó þeirra bræðra Geirmundar og Gunnlaugs Valtýssona og Jóns Sæmundssonar, en þeir félagar léku mestmegnis á heimaslóðum, í Skagafirðinum og Húnavatnssýslum. M.a. léku þeir…

RSD tríóið (1950)

RSD tríóið er klárlega ekki þekktasta tríóið sem Ragnar Bjarnason söngvari starfaði með en það var með fyrstu eiginlegu hljómsveitum sem hann starfaði með, en varð reyndar ekki langlíft. Vorið 1950 stofnaði Ragnar tríóið, sem auk hans skipuðu Sigurður Þ. Guðmundsson (Siggi kanslari) sem lék á harmonikku og Andrés Ingólfsson klarinettuleikari. Sjálfur lék Ragnar á trommur…

Rude boys (1984)

Hljómsveitin Rude boys var einhvers konar afsprengi pönksins, starfandi í Kópavogi sumarið 1984. Allar upplýsingar um þessa sveit væru vel þegnar.

Rut L. Magnússon (1935-2010)

Rut L. Magnússon messósópran söngkona var einn af þeim erlendu tónlistarfrömuðum sem hafði mikil áhrif á íslenskt tónlistarlíf. Rut var reyndar ekki af gyðingaættum eins og svo margir erlendir tónlistarmenn sem hingað komu, heldur var hún bresk og hét upphaflega Ruth Little. Þegar hún giftist íslenskum flautuleikara, Jósef Magnússyni, tók hún upp föðurnafn hans og…

Rut+ (1991-93)

Hljómsveitin Rut+ var á sínum tíma kölluð „súpergrúppa“ í anda þess þegar sveitir á borð við Hljóma og Flowers sameinuðust í Trúbrot, munurinn var hins vegar sá að í þessu tilfelli var um neðanjarðarsveit að ræða. Nafn sveitarinnar var bein skírskotun í plötu Ruthar Reginalds, Rut+ sem kom út 1980 en sú plata var (að…

Ruth (1986)

Þungarokkssveitin Ruth var skammlíf hljómsveit, hún hafði reyndar gengið undir nafninu Black widow áður en breytti nafni sínu sama dag og hún kom fram á Listahátíð unga fólksins, sem haldin var í janúar 1986. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar en ætla má að saga Ruthar sé ekki lengri en sem nemur þessum einu…

Rúbín kvartett (1957-58)

Rúbín kvartett mun hafa verið starfandi á Akureyri veturinn 1957-58. Reynir Sigurðsson sem að öllum líkindum lék á víbrafón, Edwin Kaaber bassaleikari, Þórarinn Ólafsson píanóleikari og Óðinn Valdimarsson trommuleikari skipuðu sveitina en sá síðast nefndi átti síðan eftir að verða söngvari sveitarinnar. Ekki liggur fyrir hvort annar trymbill kom í stað Óðins eða hvort hann…

Rúnar Georgsson – Efni á plötum

Þórir Baldursson og Rúnar Georgsson – Til eru fræ Útgefandi: Geimsteinn Útgáfunúmer: GS 140 / GSCD 140 Ár: 1986 / 1991 1. Ó, þú 2. Nú andar suðrið 3. Talað við gluggann 4. Bærinn minn 5. Sönn ást 6. Gamla húsið 7. Vikivaki 8. Tondeleyó 9. Til eru fræ 10. Hvar?   Flytjendur: Þórir Baldursson…

Rúnar Georgsson (1943-2013)

Rúnar Georgsson var einn af okkar fremstu djass saxófónleikurum, hann lék inn á ófáar plötur, lék með ógrynni hljómsveita og spilaði á fleiri tónleikum en tölu verður fest á. Rúnar Ketill (Gomez) Georgsson fæddist 1943 í Reykjavík. Hann fluttist snemma til Vestmannaeyja ásamt móður sinni og þar hófst hið eiginlega tónlistaruppeldi hans. Reyndar var upphaf…

Rúnar Gunnarsson – Efni á plötum

Sextett Ólafs Gauks, Svanhildur og Rúnar [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG 529 Ár: 1968 1. Bjössi á Hól 2. Ef bara ég væri orðin átján 3. Undarlegt með unga menn 4. Ef ég væri ríkur Flytjendur:  Ólafur Gaukur Þórhallsson – gítar, raddir og söngur Svanhildur Jakobsdóttir – söngur og raddir Rúnar Gunnarsson – söngur og bassi Carl Möller – orgel Páll B.…

Rúnar Gunnarsson (1947-72)

Rúnar Gunnarsson tónlistarmaður var listhneigður og hæfileikaríkur á margs konar hátt en andleg veikindi áttu eftir að binda endi á tónlistarferil hans og síðar líf. Rúnar (Snæland) Gunnarsson fæddist vorið 1947 en lengi var nokkuð á reiki hvort hann hefði fæðst 1947 eða 48, fyrrnefnda ártalið er rétt. Rúnar hlaut tónlistarhæfileika frá móður sinni en…

Rútur Hannesson (1920-84)

Rútur (Kristinn) Hanneson var harmonikkuleikari af gamla skólanum, hann starfrækti hljómsveitir um árabil sem sérhæfðu sig í gömlu dönsunum en hann lék einnig á saxófón, píanó og orgel. Rútur fæddist 1920 á Stokkseyri en fluttist ungur til Hafnarfjarðar þar sem hann bjó síðan. Hann nam tónlist á yngri árum og hafði gert hana að aðalstarfi…

Rythmar (1965-66)

Hljómsveitin Rythmar (Ryðmar / Ryþmar) var starfandi á höfuðborgarsvæðinu 1965 og 66, hugsanlega lengur. Um var að ræða bítlasveit en ekki liggur fyrir hverjir skipuðu hana, Einar Vilberg var þó líklega einn meðlima sveitarinnar. Allar upplýsingar um Rythma væru vel þegnar.

Afmælisbörn 30. ágúst 2015

Afmælisbörnin eru þrjú talsins í dag: Agnar Már Magnússon píanóleikari er fjörutíu og eins árs í dag. Agnar Már sem nam á Íslandi og í Hollandi, hefur einna mest verið áberandi í djassgeiranum og eftir hann liggja nokkrar plötur, auk þess sem hann hefur starfrækt Tríó Agnars Más og unnið nokkuð við leikhústónlist. Hann hefur…