![Rómeó [1]](https://hraunbaer.files.wordpress.com/2015/08/rc3b3mec3b3-1.jpg?w=300&h=217)
Rómeó
Í upphafi níunda áratugar síðustu aldar var starfandi danshljómsveit (tríó) á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Rómeó.
Meðlimir sveitarinnar haustið 1981 voru Kjartan Baldursson bassa- og gítarleikari, Albert Ingason trommuleikari og Halldór Svavarsson hljómborðs- og gítarleikari en sá síðast taldi gæti einnig hafa leikið á harmonikku þegar svo bar undir. Engar upplýsingar liggja fyrir um mannabreytingar í Rómeó.
Að líkindum lék sveitin mestmegnis á höfuðborgarsvæðinu, og sérhæfði sig í árshátíðum og þess konar skemmtunum og uppákomum.