Flintstones [1] (1967-68)

Flintstones

Seint á sjöunda áratug síðustu aldar, 1967 og 68 að minnsta kosti, starfaði hljómsveit á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Flintstones en þá um svipað leyti höfðu samnefndir teiknimyndaþættir verið á dagskrá Kanasjónvarpsins, og síðar einnig Ríkissjónvarpsins.

Flintstones lék nokkuð með öðrum og þekktari sveitum s.s. Pops og Dátum í Breiðfirðingabúð og víðar, og kom einnig fram á stórum tónleikum ásamt fleiri sveitum í Austarbæjarbíói.

Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Guðmundur Karlsson bassaleikari, Kjartan Sigurðsson trommuleikari, Yngvi Grétar Guðjónsson gítarleikari og Geir Jón Grettisson gítarleikari, þá gæti Halldór Helgason hafa verið trommari sveitarinnar um tíma. Birgir Hrafnsson lék að minnsta kosti einu sinni með Zoo opinberlega en hann spilaði þá á orgel.