Flintstone (1990)

Sigurjón Axelsson – Flintstone

Flintstone var aukasjálf Sigurjóns Axelssonar en hann flutti lag undir því nafni á safnsnældunni Strump, sem kom út síðla árs 1990.

Sigurjón lék á gítar og söng á þeirri safnútgáfu, hann kom líklega aldrei fram opinberlega undir Flintstone nafninu en var í hljómsveit um svipað leyti sem bar heitið Flintstones.