Forgarður helvítis (1991-)

Forgarður helvítis er um margt merkileg hljómsveit, hún hefur nú starfað – þó ekki samfleytt, síðan í byrjun tíunda áratugar liðinnar aldar undir merkjum grindcore harðkjarnarokks, sem var hluti af dauðarokks-vakningu þeirri sem náði hámarki hér á landi um og upp úr 1990, varð einnig áberandi í annarri slíkri bylgju sem spratt upp í lok…

Forgarður helvítis – Efni á plötum

Forgarður helvítis – Brennið kirkjur / Burn churches [snælda] Útgefandi: Forgarður helvítis Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1995 1. Guð er stærsta lygi í heimi / God is the biggest lie in the world 2. Bónusfólk / Bonus people 3. Eðlileg hegðun er hundleiðinleg / Normal behaviour is boring 4. Hóra / Whore 5. Heilalínuritið er…

Fljóðatríó [2] (1976)

Heimild er um hljómsveit starfandi árið 1976 undir nafninu Fljóðatríó sem lék þá á dansleik hjá Skaftfellingafélaginu í Reykjavík. Ekkert bendir til að Fljóðatríóið hafi tengingu við samnefnt tríó sem starfandi var fáeinum árum áður en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar sveitar.

Fljóðatríó [1] (1968-72)

Fljóðatríó (Fljóðatríóið) er ein fyrsta kvennahljómsveit Íslandssögunnar en hún var starfandi í kringum 1970, um áratugur leið þar til önnur slík sveit leit dagsins ljós hér á landi. Segja má að áföll hafi nokkuð einkennt sögu þessarar tímamótasveitar. Það mun hafa verið Ragnar Bjarnason sem var aðalhvatamaður þess að Fljóðatríóið var stofnað en sveitin var…

Flím (1999-2001)

Afar takmarkaðar heimildir er að finna um unglingahljómsveitina Flím en hún starfaði í Stykkishólmi á árunum í kringum síðustu aldamót, 1999 til 2001 að minnsta kosti. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit, nöfn meðlima hennar o.s.frv.

Fliss (1991)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Fliss en hún mun hafa verið starfandi 1991, upplýsingar um meðlimi, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem skipt gæti máli.

Flirt (2003)

Hljómsveitin Flirt úr Kópavoginum var meðal keppenda í Músíktilraunum Hins hússins vorið 2003. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Sigurður Hannesson trommuleikari, Guðlaugur Gíslason gítarleikari og Árni Magnússon bassaleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og varð að líkindum ekki langlíf.

Flipper (1994-95)

Hljómsveitin Flipper starfaði í Grindavík á árunum 1994 og 95 að minnsta kosti og var að öllum líkindum skipuð meðlimum á unglingsaldri. Glatkistan óskar eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlima- og hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.s.frv.

Flipp-hópurinn (1984)

Á kántríhátíðinnia á Skagaströnd sumarið 1984 var haldin hæfileikakeppni sem hljómsveit eða hópur sem flutti m.a. tónlist sigraði, undir nafninu Flipp-hópurinn. Atriði þeirra mun m.a. hafa gengið út á að flytja tónlist við áslátt á leikfimihest, og hlaut hópurinn hljóðverstíma í verðlaun en ekki er ljóst hvort þeir tímar voru nýttir. Glatkistan óskar eftir upplýsingum…

Fljótið sem rann (1990)

Hljómsveitin Fljótið sem rann starfaði innan Grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri 1990 og líklega eitthvað lengur. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ólafur Fannar Vigfússon, Einar Árni Kristjónsson, Bjarni Rúnar Hallsson og Guðmundur Ragnar Pálsson. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en upplýsingar þess eðlis væru vel þegnar.

Fljótsmenn (1967-69)

Fljótsmenn var ein af allra fyrstu bítlahljómsveitunum sem starfaði á Héraði en sveitin starfaði í um tvö ár. Fljótsmenn voru stofnaðir sumarið 1967 og fyrst um sinn voru meðlimir hennar fjórir, þeir Andrés Einarsson gítarleikari, Þórarinn Jón Rögnvaldsson bassaleikari og bræðurnir Sigurður Kjerúlf trommuleikari og Hjörtur Kjerúlf gítarleikari. 1968 bættist þriðji bróðirinn í hópinn, Reynir…

Afmælisbörn 27. janúar 2021

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Elmar Gilbertsson tenórsöngvari er fjörutíu og þriggja ára gamall á þessum degi. Hann er einn af fremstu söngvurum landsins og nam söng í Hollandi en hann hefur starfað þar og víðar í Evrópu. Elmar er líkast til hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í óperunni Ragnheiði en…