Fljótið sem rann (1990)

Fljótið sem rann

Hljómsveitin Fljótið sem rann starfaði innan Grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri 1990 og líklega eitthvað lengur. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ólafur Fannar Vigfússon, Einar Árni Kristjónsson, Bjarni Rúnar Hallsson og Guðmundur Ragnar Pálsson. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en upplýsingar þess eðlis væru vel þegnar.