Sólstöðubandið (1981)

Sólstöðubandið var sett sérstaklega saman fyrir sólstöðuhátíð sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri sumarið 1981 og var því skammlíf sveit sem lék einungis á þeim eina dansleik. Upplýsingar óskast um meðlimi og hljóðfæraskipan Sólstöðubandsins en væntanlega var um að ræða Klausturbúa og nærsveitunga.

Fljótið sem rann (1990)

Hljómsveitin Fljótið sem rann starfaði innan Grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri 1990 og líklega eitthvað lengur. Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Ólafur Fannar Vigfússon, Einar Árni Kristjónsson, Bjarni Rúnar Hallsson og Guðmundur Ragnar Pálsson. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en upplýsingar þess eðlis væru vel þegnar.

Greifarnir [1] (um 1982)

Á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar starfaði dúett á Kirkjubæjarklaustri undir nafninu Greifarnir. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Björn Þórðarson og Hjörtur Freyr Vigfússon en þeir voru þá líklega á aldrinum tólf til fjórtán ára gamlir og munu hafa komið lítillega opinberlega fram, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan Greifanna.

Geimverur í lautarferð (um 1995)

Hljómsveit starfaði á Kirkjubæjarklaustri, líkast til um miðjan tíunda áratug síðustu aldar undir nafninu Geimverur í lautarferð, og var hún skipuð ungum hljóðfæraleikurum. Meðlimir Geimveranna voru þeir Vignir Snær Vigfússon gítarleikari, Magnús Árnason [?], Valdimar Gunnarsson [?] og Fjalar Hauksson trommuleikari, hér er giskað á að Vignir hafi sungið í sveitinni. Óskað er eftir frekari…

The Gays (um 2005?)

Fátt liggur fyrir um hljómsveitina The Gays sem ku hafa starfað á Kirkjubæjarklaustri, að öllum líkindum í kringum 2005 sé miðað við aldur meðlima sveitarinnar. Meðlimir The Gays voru þeir Guðmundur Helgason, Leifur [?], Steinn Orri Erlendsson, Sigurður Magnús Árnason og Lárus [?] en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar eða starfstíma, því…

Væringjar (1990-91)

Hljómsveitin Væringjar starfaði á Kirkjubæjarklaustri í upphafi síðasta áratugar 20. aldarinnar og lék þá mestmegnis á dansleikjum í heimabyggð. Sveitin hafði áður gengið undir nöfnunum Hope og Volvo og gengið í gegnum einhverjar mannabreytingar en meðlimir undir Væringjanafninu voru þeir Hjörtur Freyr Vigfússon, Jón Geir Birgisson, Frosti Jónsson og Valdimar Steinar Einarsson, engar upplýsingar finnast…

Volvo (1989)

Hljómsveitin Volvo kom frá Kirkjubæjarklaustri og starfaði árið 1989. Sveitin var stofnuð um vorið en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði, flestir meðlima hennar höfðu áður verið í hljómsveitinni Hope en þeir voru Hjörtur Freyr Vigfússon, Jón Geir Birgisson, Frosti Jónsson og Guðni Már Sveinsson, einnig gæti Valdimar Steinar Einarsson hafa verið í sveitinni…

Baggabandið [3] (1993-95)

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra. Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru…

Tópas (1968-70)

Ekki er alveg ljóst nákvæmlega hvenær hljómsveitin Tópas á Kirkjubæjarklaustri starfaði en það var hugsanlega á löngu tímabili, og jafnvel með hléum, staðfest er þó að hún var starfandi að minnsta kosti á árunum 1968-70.. Meðlimir sveitarinnar á fyrrgreindum tíma voru hljómsveitarstjórinn Bjarni Jón Matthíasson bassa- og sólógítarleikari, Pálmi Sveinsson gítar- og bassaleikari, Gunnar Þór…

UXI 95 [tónlistarviðburður] (1995)

Tónlistarhátíðin UXI 95 var haldin við Kirkjubæjarklaustur um verslunarmannahelgina sumarið 1995. UXI 95 var í raun fyrsta stóra alþjóðlega tónlistarhátíðin sem haldin var hérlendis og ruddi að vissu leyti brautina fyrir fleiri slíkar hátíðir sem haldnar hafa verið hérlendis síðan, Umræðan um hátíðina var alla tíð mjög neikvæð en hún var þó hvorki verri né…

Nafnlausa hljómsveitin [3] (1993)

Engar upplýsingar er að finna um Nafnlausu hljómsveitina sem lék á fjölskylduskemmtun á Kirkjubæjarklaustri á þjóðhátíðardaginn 1993, hún gæti líklega hafa verið af svæðinu. Allar upplýsingar um þessa sveit óskast sendar Glatkistunni.

Tabor (?)

Hljómsveitin Tabor var starfandi í Vestur-Skaftafellssýslu, í sveitunum kringum Kirkjubæjarklaustur. Meðal meðlima sveitarinnar voru Ingvar [?], Bjarni Bjarnason og Davíð Þór Guðmundsson, hugsanlega voru fleiri í henni en ekki liggur fyrir hvenær Tabor starfaði. Hér er þó giskað á níunda áratug síðustu aldar. Allar frekari upplýsingar óskast um hljómsveitina.