Baggabandið [3] (1993-95)

Baggabandið

Hljómsveitin Baggabandið starfaði á Kirkjubæjarklaustri á tíunda áratug síðustu aldar og mun hafa leikið á böllum eystra.

Upplýsingar um sveitina eru takmarkaðar, ekki liggur t.d. fyrir um hvenær hún var stofnuð en haustið 1993 gekk Eyþór Rafn Gissurarson gítarleikari til liðs við hana, hann tók við af Guðna Má Sveinssyni en aðrir meðlimir Baggabandsins voru þá Einar Andrésson söngvari og trommuleikari, Einar Árni Kristjónsson bassaleikari og Einar Melax hljómborðsleikari (Sykurmolarnir o.fl.). Kristófer Máni Hraundal gítarleikari kom einnig lítillega við sögu sveitarinnar um tíma sem og Hannes Jón Hannesson gítarleikari (Brimkló o.fl.), og sá síðarnefndi tók síðan við af Eyþóri þegar hann hætti haustið 1995. Sveitin starfaði ekki lengi eftir það, og var líklega hætt störfum fyrir áramótin 1995-96.

Enn vantar upplýsingar um sögu sveitarinnar fram til haustsins 1993, hvenær hún var stofnuð og hverjir fleiri komu að henni. Börkur Hrafn Birgisson [gítarleikari?], Valdimar Steinar [?], Jón Geir [?] og Bjarni Rúnar Hallsson [gítarleikari?] hafa verið nefndir í þessu samhengi en einnig er hugsanlegt að Jökull Hrannar Björnsson bassaleikari hafi verið viðriðinn Baggabandið.