Baggabandið [2] (1982)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem starfaði í Gaulverjabæjarhreppi árið 1982, og að öllum líkindum lengur, undir nafninu Baggabandið.

Kjarni sveitarinnar voru þeir Ragnar Geir Brynjólfsson bassaleikari og söngvari, Davíð [Kristjánsson?] hljómborðsleikari og Eiríkur [Jóhannesson?] gítarleikari en einnig komu nokkrir trommuleikarar við sögu Baggabandsins, þeir Bói [Ingimundur Bjarnason?], Már [Ólafsson?], Eric [?], Þorvaldur [Jóhannesson?] og Hermann Österby. Þá lék Eyvi [Eyjólfur Pálmarsson?] einhverju sinni með sveitinni á harmonikku. Allar frekari upplýsingar og staðfestingar á nöfnum ofangreindra væru vel þegin.

Baggabandið lék aldrei opinberlega.