Baggabandið [1] (1985-91)

Ballhljómsveit var starfandi á Þórshöfn á Langanesi á síðari hluta níunda áratugarins undir nafninu Baggabandið. Í dagblaðsfrétt frá árinu 1988 var þessi sveit sögð hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Sveitin var líklega enn starfandi um áramótin 1990-91.

Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.