Baggabandið [1] (1985-91)

Ballhljómsveit var starfandi á Þórshöfn á Langanesi á síðari hluta níunda áratugarins undir nafninu Baggabandið. Í dagblaðsfrétt frá árinu 1988 var þessi sveit sögð hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Sveitin var líklega enn starfandi um áramótin 1990-91. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar en þær væru vel þegnar.

Tinna (1996)

Engar heimildir er að finna um hljómsveit sem bar nafnið Tinna og starfaði að öllum líkindum á norðan- eða norðaustanverðu landinu en hún lék á dansleik tengdum afmælishátíð á Þórshöfn sumarið 1996. Sveitin gæti því allt eins verið frá Þórshöfn. Allar upplýsingar um þessa sveit væru því vel þegnar.

Þórsmenn [3] (?)

Hljómsveit með þessu nafni var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldarinnar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir. Engar upplýsingar er að finna um skipan hinnar langnesku Þórsmanna utan þess að Hilmar Arason saxófónleikari var meðal meðlima.

Samkór Þórshafnar (1995-98)

Samkór Þórshafnar var blandaður kór sem starfaði í nokkur ár á Þórshöfn á Langanesi. Ekki liggur alveg fyrir hversu lengi kórinn var starfræktur en líklega var það á árunum 1995-98. Svo virðist sem Sigrún Jónsdóttir hafi stýrt kórnum upphaflega en Alexandra Szarnowska og Edyta K. Lachor tekið við af henni í sameiningu. Samkór Þórshafnar var…

Gomez (1985)

Gomez var hljómsveit af Langanesi, starfandi 1985 og flutti mestmegnis efni annarra tónlistarmanna. Meðlimir sveitarinnar voru Steinbjörn Logason bassaleikari, Tryggvi Kristjánsson söngvari, Kári Ásgrímsson trommuleikari og Guðni Hólmar Kristinsson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Gomez starfaði.

Z-glúbb (1985)

Hljómsveit sem starfaði um miðjan níunda áratug tuttugustu aldarinnar hét þessu nafni og starfaði að öllum líkindum á Þórshöfn á Langanesi. Meðlimir Z-glúbb voru þeir Helgi Mar Árnason trommuleikari, Snorri Þorkelsson gítarleikari og Marinó Stefánsson hljómborðsleikari. Sveitin spilaði aldrei opinberlega.