
Súrheyssystur
Tríó söngkvenna sem kallaði sig Súrheyssystur skemmti heimamönnum á Þórshöfn á Langanesi í nokkur skipti árið 1996, og kom þá m.a. á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli þorpsins.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um nöfn þeirra Súrheyssystra en þær sungu að líkindum m.a. stríðsáratónlist í anda Borgardætra og mun nafnið vera til komið í þess anda.