Stæner (1998-99)

Hljómsveitin Stæner (einnig ritað Steiner) úr Hafnarfirði sigraði Músíktilraunir vorið 1998 en ólíkt flestum sigurvegurum keppninnar á þeim árum rættist lítið úr sveitinni og hún dó drottni sínu um ári síðar. Stæner var stofnuð í Hafnarfirði fáeinum vikum áðu en hún keppti í Músíktilraunum en þar komst sveitin í úrslit á atkvæðum dómnefndar. Í úrslitum…

Stútungar (1991-92)

Hljómsveitin Stútungar spilaði um nokkurra mánaða skeið á ballmarkaðnum veturinn 1991 til 92 en sveitin sem var sextett var skipuð þungavigtarmönnum úr poppinu, úr hljómsveitunum Rikshaw og Sniglabandinu. Meðlimir Stútunga voru þeir Richard Scobie söngvari, Dagur Hilmarsson bassaleikari, Einar Rúnarsson hljómborðsleikari, Björgvin Ploder trommuleikari, Þorgils Björgvinsson gítarleikari og Sigurður Kristinsson gítarleikari, flestir sungu þeir líklega…

Stælar [1] (1969-70)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt á Húsavík undir lok sjöunda áratugar síðustu aldar, líklega veturinn 1969-70 og hugsanlega lengur. Takmarkaðar upplýsingar er að finna um þessa sveit en söngvari hennar var Hólmgeir Hákonarson sem var þá rétt innan við tvítugt, gera má ráð fyrir að aðrir meðlimir Stæla hafi verið á svipuðum aldri.…

Styttri (1987-88)

Djasskvartettinn Styttri var settur saman haustið 1987 af ungum djasstónlistarmönnum og einum reynslubolta, og spilaði á nokkrum uppákomum næsta árið einkum tengdum djassklúbbnum Heita pottinum í Duus húsi en kvartettinn fór einnig norður og spilaði á Húsavík. Nafn sveitarinnar, Styttri, var skírskotun í bandaríska saxófónleikarann Wayne Shorter. Það voru ungliðarnir Hilmar Jensson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson…

Styrming (1989-91)

Hljómsveitin Styrming frá Sauðárkróki starfaði um eins og hálfs árs skeið í kringum 1990 og vakti nokkra athygli, ekki endilega vegna tónlistarinnar en tvö lög komu út með sveitinni á safnplötu – heldur fremur vegna þess að innan hennar var lagahöfundurinn Hörður G. Ólafsson sem um svipað leyti öðlaðist alþjóða athygli fyrir Eurovision lagið sitt…

Stynni og stígvélin (1992-93)

Hljómsveit sem bar nafnið Stynni og stígvélin var meðal keppnissveita í tónlistarkeppninni Viðarstauk sem félag nemenda við Menntaskólann á Akureyri hefur staðið fyrir í áratugi og er fastur liður í félagsstarfi skólans. Stynni og stígvélin kepptu tvívegis í Viðarstauk, fyrst árið 1992 og svo aftur ári síðan en sveitin hafnaði þá í þriðja sæti keppninnar.…

Stælar [4] (1993-96)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Stælar og starfaði á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1993 til 96 að minnsta kosti. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi eða hljóðfæraskipan þessarar sveitar en hún lék árlega á fjölskylduhátíð á sumardaginn fyrsta í Árbænum og eitthvað á almennum dansleikjum. Síðuhaldara grunar að hér sé jafnvel um…

Stælar [3] (1987)

Hljómsveit sem bar nafnið Stælar var starfrækt að Laugum í Reykjadal af ungum tónlistarmönnum sem síðar áttu eftir að feta frægðarbrautina í tónlistinni, þar voru á ferð bræðurnir Vilhelm Anton (Villi naglbítur) og Kári Jónssynir og Snæbjörn Ragnarsson (Bibbi) sem síðar gerðu garðinn frægan í hljómsveitum eins og 200.000 naglbítum og Skálmöld, en ein heimild…

Stælar [2] (1986-87)

Árin 1986 og 87 starfaði á höfuðborgarsvæðinu um skeið hljómsveit undir nafninu Stælar en hún lék einkum á dansleikjum í Glæsibæ og þess konar skemmtistöðum, ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hún lék t.a.m. úti á landsbyggðinni. Sveitin var stofnuð haustið 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi…

Stæltir strumpar (1993)

Stæltir strumpar var hljómsveit sem starfaði innan Grunnskólans á Hvolsvelli árið 1993 en sveitin lék á skemmtun í skólanum þá um vorið. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar, hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem á heima í slíkri umfjöllun.

Afmælisbörn 4. janúar 2023

Fjórir tónlistarmenn eiga afmæli í dag, þeir eru eftirfarandi: Gunnar Þórðarson gítarleikari og lagahöfundur er sjötíu og átta ára gamall í dag. Gunnar þarf auðvitað alls ekki að kynna, hann fæddist á Hólmavík, fluttist ungur til Keflavíkur, varð fyrst landsfrægur sem gítarleikari, söngvari og aðal lagahöfundur bítlasveitarinnar Hljóma en síðar komu aðrar sveitir eins og…