Stælar [2] (1986-87)

Stælar

Árin 1986 og 87 starfaði á höfuðborgarsvæðinu um skeið hljómsveit undir nafninu Stælar en hún lék einkum á dansleikjum í Glæsibæ og þess konar skemmtistöðum, ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hún lék t.a.m. úti á landsbyggðinni.

Sveitin var stofnuð haustið 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Runólfur Birgir Leifsson gítarleikari, Jón Yngvi Björnsson söngvari og bassaleikari, Helgi Sigurðsson trommuleikari og Ásgeir Guðjónsson hljómborðsleikari, þeir höfðu flestir eða allir áður verið í hljómsveit sem bar nafnið Metal. Svo virðist sem Stefán E. Petersen hafi tekið við hljómborðsleiknum af Ásgeir og eins gæti söngkonan Linda Walker hafa starfað með sveitinni, sem eins og fyrr segir lék einkum á dansstöðum borgarinnar.

Stælar starfaði að minnsta kosti fram á haustið 1987 en löngu síðar starfrækti sami mannskapur hljómsveitina Blúsbrot.