Supah syndical (1998-99)

Supah syndical var ein af fyrstu rappsveitum Íslands en hún starfaði undir lok síðustu aldar, á þeim tíma var að myndast stór kreðsa innan rapptónlistarinnar hér á landi og þegar leiðir skildu skiluðu meðlimir sveitarinnar sér í flestar af þekktustu rappsveitunum í senunni og áttu eftir að mynda hryggjarstykki fyrsta gullaldarskeiðs rappsins. Supah syndical mun…

Sunnan sjö og Guðlaug (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði einhverju sinni á Höfn í Hornafirði – ekki liggur fyrir hvenær, undir heitinu Sunnan sjö og Guðlaug. Guðlaug sem vísað er til gæti hafa verið Guðlaug Hestnes, og eru allar líkur á að hún hafi verið söngkona sveitarinnar en óskað er eftir öllum frekari upplýsingum um þessa hana.

Sunnan sex [1] (2001)

Árið 2001 var starfrækt djasssveit, sextett sem gekk undir nafninu Sunnan sex (Sunnan 6). Sveitin kom að minnsta kosti tvívegis fram opinberlega en var að nokkru leyti skipuð mismunandi einstaklingum. Þegar hún lék í Vestmannaeyjum um vorið 2001 skipuðu sveitina þau Guðmundur R. Einarsson trommu-, básúnu- og flautuleikari, Árni Ísleifsson píanóleikari, Friðrik Theódórsson söngvari og…

Sultur – Efni á plötum

Sultur – Púlsinn, september 1992 [snælda] Útgefandi: Sultur Útgáfunúmers: [án útgáfunúmers] Ár: 1992 1. Skrítin lík 2. Fall 3. Herbergið 4. Jarðarberið 5. Hiti 6. Sandur 7. Endimörk 8. Hanaat Flytjendur: Jóhann Vilhjálmsson – söngur Alfreð Alfreðsson – trommur Ágúst Karlsson – gítar Harry Óskarsson – bassi

Sultur (1992-94)

Rokksveitin Sultur var stofnuð árið 1992 en meðlimir hennar komu að mestu leyti úr hljómsveitinni Leiksviði fáránleikans. Sveitin starfaði til ársins 1994 og lék frumsamið rokk, mestmegnis á Púlsinum við Vitastíg (sem fékk síðan nafnið Plúsinn) og að öllum líkindum einvörðungu á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir Sults voru þeir Alfreð Alfreðsson trommuleikari Jóhann Vilhjálmsson söngvari, Ágúst Karlsson…

Super oldies (1993-94)

Dúettinn Super oldies var starfræktur 1993 til 94 að minnsta kosti og voru meðlimir sveitarinnar þeir Guðmundur Egill Guðmundsson og Daníel Þorsteinsson (Maus). Sveitin kom fram í nokkur skipti opinberlega en að öðru leyti er litlar upplýsingar að finna um hana.

Sunshine (1974)

Hljómsveit sem ýmist var kölluð Sunshine eða Sólskin starfaði um nokkurra mánaða skeið árið 1974, og lék þá töluvert á dansleikjum. Sveitin náði á sínum stutta starfstíma að senda frá sér tvö lög á safnplötu. Sunshine/Sólskin var stofnuð vorið 1974 og voru meðlimir hennar Herbert Guðmundsson söngvari, Ólafur Kolbeins Júlíusson trommuleikari, Hannes Jón Hannesson gítarleikari,…

Sunnan þrír (1993-94)

Hljómsveit sem bar nafnið Sunnan þrír og var væntanlega tríó lék reglulega á mexíkóskum veitingastað á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993 og svo einnig að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng eftir áramótin 1993-94. Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.fl.) var einn meðlima Sunnan þriggja, lék væntanlega á trommur en ekki er vitað hverjir aðrir léku…

Sunnan tveir (1995-97)

Pöbbadúettinn Sunnan tveir var nokkuð áberandi síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, lék allmikið á krám og veitingahúsum víða um land en mest þó að því er virðist vera í Keflavík og því má ætla að dúettinn hafi gert út þaðan. Meðlimir Sunnan tveggja voru þeir Mummi [?] og Vignir [?] en frekari upplýsingar er…

Sunnan sjö og Muni (1997)

Innan Rökkurkórsins var starfræktur sönghópur sem kallaðist Sunnan sjö og Muni, og kom þessi hópur fram ásamt kórnum á tónleikum hans árið 1997. Hópurinn gæti þó hafa starfað mun lengur. Reikna má með að þessi sönghópur hafi innihaldið sjö söngvara auk Muna en frekari upplýsingar óskast.

Súper 7 (1996-97)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Súper 7 (Super 7) starfaði á höfuðborgarsvæðinu veturinn 1996-97 og lék í nokkur skipti á Gauki á Stöng, jafnvel víðar. Sveitin var sprottin upp úr fönksveitinni Sælgætisgerðinni en þaðan komu þrír meðlimir hennar, enda mun hún hafa verið skilgreind sem diskó-, funk-, acid- og rappsveit og þess vegna brugðið fyrir…

Afmælisbörn 18. janúar 2023

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Friðrik Vignir Stefánsson orgelleikari af Skaganum er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Hann nam orgelleik á Akranesi og Reykjavík, fór til Danmerkur í framhaldsnám og hefur starfað sem organisti, stjórnandi kóra og skólastjóri tónlistarskóla t.d. í Grundarfirði og Seltjarnarnesi. Hann var ennfremur í…