Sunnan þrír (1993-94)

Hljómsveit sem bar nafnið Sunnan þrír og var væntanlega tríó lék reglulega á mexíkóskum veitingastað á höfuðborgarsvæðinu haustið 1993 og svo einnig að minnsta kosti einu sinni á Gauki á Stöng eftir áramótin 1993-94.

Ásgeir Óskarsson (Stuðmenn, Þursaflokkurinn o.fl.) var einn meðlima Sunnan þriggja, lék væntanlega á trommur en ekki er vitað hverjir aðrir léku með honum í sveitinni og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.