Sunnan tveir (1995-97)

Pöbbadúettinn Sunnan tveir var nokkuð áberandi síðari hluta tíunda áratugar síðustu aldar, lék allmikið á krám og veitingahúsum víða um land en mest þó að því er virðist vera í Keflavík og því má ætla að dúettinn hafi gert út þaðan.

Meðlimir Sunnan tveggja voru þeir Mummi [?] og Vignir [?] en frekari upplýsingar er ekki að finna um nöfn þeirra eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.