Afmælisbörn 31. desember 2022

Eitt afmælisbarn kemur við sögu á þessum síðasta degi ársins: Gísli Þór Gunnarsson trúbador (G.G. Gunn) er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, Gísli er ef til vill ekki meðal þekktustu tónlistarmanna Íslands en eftir hann liggur þó fjöldi útgáfa í formi kassettna. Gísli starfaði um tíma sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi en hefur líklega…

Afmælisbörn 30. desember 2022

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Haukur Gröndal klarinettu- og saxófónleikari er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Hann hefur leikið með ýmsum hljómsveitum (mörgum djasstengdum) eins og Rodent, klezmersveitinni Schpilkas, Out of the loop og Reykjavik swing syndicate, og er víða gestur á plötum hinna ýmsu listamanna. Hann hefur…

Tónlistarfólk sem lést á árinu 2022

Það er við hæfi um áramót að minnast þeirra sem féllu frá á árinu en hér má líta lista tónlistarfólks sem lést á árinu 2022 og kom að íslensku tónlistarlífi og -sögu með mismiklum og ólíkum hætti. Aðalsteinn Ísfjörð (1947-2022) – harmonikkuleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir (1958-2022) – píanóleikari Ásgeir Jónsson (1962-2022) – söngvari (Baraflokkurinn o.fl.)…

Afmælisbörn 29. desember 2022

Þá er komið að afmælisbörnum dagsins sem eru þrjú talsins að þessu sinni: Alma (Goodman) Guðmundsdóttir söngkona er þrjátíu og átta ára gömul í dag. Alma er hvað kunnust fyrir framlag sitt til söngsveitarinnar Nylons (síðar The Charlies) en hún kom einnig lítillega við sögu Eurovision undankeppninnar hér heima nýlega, hún býr nú og starfar…

Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Stykk – Efni á plötum

Stykk – Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi Útgefandi: Hljómsveitin Stykk Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Láttu Hólminn heilla þig 2. Danskir dagar 3. Líkur 4. Arinbjörn 5. Happy with your life 6. Takturinn 7. K.M. 8. Kodak 9. Stígur í steig 10. Áfram Snæfell Flytjendur: Elfar Gunnlaugsson – söngur og gítar Elvar Þór Steinarsson –…

Stúlknakór Varmárskóla [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur kór við Varmárskóla í Mosfellssveit undir nafninu Stúlknakór Varmárskóla. Þessi kór varð ekki langlífur, starfaði e.t.v. bara um haustið 1970 undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og ekki liggja fyrir neinar frekari heimildir um hann. Óskað er eftir nánari upplýsingum um Stúlknakór Varmárskóla.

Stúlknakór Seyðisfjarðarkirkju (1983)

Haustið 1983 var starfræktur kór á Seyðisfirði sem gekk undir nafninu Stúlknakór Seyðifjarðarkirkju og söng hann að minnsta kosti einu sinni í messu fyrir jólin undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista kirkjunnar. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann var starfandi innan kirkjunnar eða jafnvel tónlistarskólans á staðnum og því hugsanlega angi…

Stúlknakór Melaskóla – Efni á plötum

Barnakór og Hljómsveit Magnúsar Péturssonar – Boðið upp í dans: 1 Barnadansar Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 73 Ár: 1960 1. Litlu andarungarnir 2. Í skóginum 3. Dýravísur 4. Sisken 5. Klappi klapp 6. La troika 7. Mallebrook 8. Heilsast og kveðjast 9. Reinlanderpolki 10. Hoppla 11. Dátadans Flytjendur: Stúlknakór úr Melaskóla – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar Tríó…

Stúlknakór Melaskóla (1960-75)

Söng- og kórastarf hefur yfirleitt verið í miklum blóma í Melaskóla og lengi vel var nafn Magnúsar Péturssonar söngkennara og tónlistarmanns samofið söngstarfi þar. Elstu heimildir um stúlknakór innan Melaskóla eru frá árinu 1960 en á því ári kom út tíu laga smáskífa á vegum Tage Ammendrup hjá Íslenzkum tónum sem notuð var við danskennslu…

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (1998-2002)

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (Hábæjarkirkju í Þykkvabæ) starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót undir stjórn organista kirkjunnar Nínu Maríu Morávek og söng þá í messum og á tónleikum um Rangárvallasýslu og jafnvel víðar. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1998 og gekk fyrst undir nafninu Barnakór Þykkvabæjarkirkju en fljótlega var hitt nafnið tekið upp. Kórinn…

Stúlknakór Vogaskóla (1965-68)

Einhver vísir að stúlknakór var við Vogaskóla um miðbik og á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og virðist sem slíkur kór hafi miklu fremur átt upp á pallborðið hjá nemendum skólans fremur en almennur skólakór sem þó gæti á einhverjum tímapunktum einnig hafa verið starfræktur þar. Stúlknakór Vogaskóla starfaði á árunum 1965 til 68…

Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Stúlknakór Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs (1969-72)

Innan Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs í A-Húnavatnssýslu starfaði stúlknakór á árunum 1969 til 1972 að minnsta kosti en félagið hafði verið stofnað haustið 1968. Kórinn söng mestmegnis í guðsþjónustum og kirkjutengdum samkomum á Þingeyrum en kom einnig t.a.m. fram á Húnavöku. Stjórnandi Stúlknakórs Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs var Jónas Tryggvason.

Samúel Einarsson – Efni á plötum

Sammi rakari – Gömul stef Útgefandi: Samúel Jón Einarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2021 1. Gömul stef 2. Heima 3. Ísafjörður (ég man þig fjörðinn fríða) 4. Fótboltamaðurinn Flytjendur: Samúel Einarsson – söngur og hljómborð Þorgrímur Jónsson – kontrabassi Scott McLemore – trommur Vignir Snær Vigfússon – gítar Samúel Jón Samúelsson – básúna Helgi Björnsson…

Samúel Einarsson (1948-2022)

Samúel Einarsson eða Sammi rakari eins og hann var iðulega nefndur var kunnur tónlistarmaður vestur á Ísafirði, hann starfaði þar með fjölmörgum hljómsveitum og var BG flokkurinn þeirra þekktust en sú sveit naut nokkurra vinsælda á landsvísu. Samúel gaf út plötu með eigin tónsmíðum þegar hann var kominn á áttræðisaldur. Samúel Jón Einarsson var fæddur…

Stúlknakór Æ.F.R. (1939)

Stúlknakór var starfræktur innan Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur (Æ.F.R.) sumarið 1939 og söng hann eitthvað á samkomum fylkingarinnar. Ekki er neinar frekari upplýsingar að finna um Stúlknakór ÆFR, um stærð kórsins, starfstíma, stjórnanda eða annað, og er því hér með auglýst eftir þeim upplýsingum.

Afmælisbörn 28. desember 2022

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…

Afmælisbörn 27. desember 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Óperusöngvarinn Már Magnússon hefði átt afmæli á þessum degi en hann lést 2018. Már fæddist 1943, nam söng hér á landi hjá Sigurði Demetz, Maríu Markan og Einari Kristjánssyni áður en hann fór til söngnáms í Austurríki þar sem hann bjó og starfaði til ársins 1977. Þá…

Afmælisbörn 26. desember 2022

Á þessum öðrum degi jóla er að finna tvö afmælisbörn tengd íslenskri tónlist: Trausti Júlíusson blaðamaður, plötugrúskari og tónlistargagnrýnandi er fimmtíu og níu ára gamall í dag. Trausti hefur fjallað um tónlist frá ýmsum hliðum og setið í ýmsum ráðum og nefndum tengdum íslenskri tónlist s.s. tónlistarsjóði Kraums. Trausti hefur ennfremur leikið með hljómsveitum eins…

Afmælisbörn 24. desember 2022

Aðfangadagur jóla hefur að geyma fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann R. Kristjánsson tónlistarmaður frá Egilsstöðum á stórafmæli en hann er sextugur í dag. Jóhann er ekki þekktasti tónlistarmaður þjóðarinnar en plata hans, Er eitthvað að? frá árinu 1982 hefur öðlast költ-sess meðal poppfræðinga og plötusafnara. Á sínum tíma galt platan afhroð gagnrýnenda en hefur nú fengið…

Afmælisbörn 23. desember 2022

Tveir Árnar eru skráðir afmælisbörn hjá Glatkistunni í dag, Þorláksmessu: Árni Blandon (Einarsson) tónlistarmaður, leikari, húsasmiður, sálfræðingur og bókmenntafræðingur er sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Árni ásamt Kristínu Lilliendahl gaf út plötu árið 1975 undir nafninu Söngfuglarnir, sem naut feikilegra vinsælda, einkum lagið Ég skal mála allan heiminn, en áður hafði hann leikið…

Afmælisbörn 22. desember 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Steini spil (Þorsteinn Pálmi Guðmundsson) tónlistarmaður og kennari á Selfossi hefði átt þennan afmælisdag en hann fæddist 1933. Segja má að hann hafi verið konungur sveitaballanna á Suðurlandi um tíma þegar hljómsveitir hans fóru mikinn á þeim markaði en hann gaf einnig út plötur ásamt hljómsveit…

Stúlknakór Hlíðaskóla (1975-79)

Upplýsingar um Stúlknakór Hlíðaskóla eru af skornum skammti enda voru kórar starfandi við skólann um árabil undir ýmsum nöfnum s.s. Barnakór Hlíðaskóla (sem m.a. gaf út smáskífu á sjötta áratugnum) og Skólakór Hlíðaskóla en Guðrún Þorsteinsdóttir var lengst af stjórnandi kóranna. Árið 1971 starfaði þar kór undir nafninu Kór unglingadeildar Hlíðaskóla undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur…

Stúlknakór Hlíðaskóla – Efni á plötum

Stúlknakór Hlíðaskóla – Bjart er yfir Betlehem Útgefandi: Ísalög Útgáfunúmer: ÍSA 001 Ár: 1978 1, Bjart er yfir Betlehem (Jólastjarnan) 2. Jólaljóð hirðingjanna 3. Jólabarnið 4. Hátíð fer að höndum ein 5. Frá ljósanna hásal 6. Slá þú hjartans hörpustrengi 7. Það aldin út er sprungið 8. Komið þið hirðar 9. Nóttin var sú ágæt…

Stúlknakór Hrafnagilsskóla (1972 / 1984-85)

Stúlknakór Hrafnagilsskóla mun hafa verið starfræktur á einhverjum tímaskeiðum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, upplýsingar um þann kór (eða kóra) er þó því miður af skornum skammti. Slíkur kór var starfandi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði veturinn 1972-73 en skólinn var þá tiltölulega nýtekinn til starfa, og söng hann við vígslu skólahússins síðla hausts…

Stúlknakór K.F.U.K. í Vestmannaeyjum (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Stúlknakór Jóns G. Þórarinssonar (1961-66)

Jón G. Þórarinsson kórstjórnandi, organisti og söngkennari kenndi við Miðbæjarskólann í Reykjavík um margra ára skeið og stjórnaði þá skólakór í nafni skólans. Hann stjórnaði einnig stúlknakór í skólanum á sjöunda áratugnum en sá kór sem virðist hafa verið eins konar úrvals kór stúlkna á unglingsaldri söng víðs vegar á skemmtunum og í útvarpinu, fyrir…

Stúlknakór KSS (1965)

Vorið 1965 var starfræktur kór sem bar nafnið Stúlknakór KSS en sá kór var líklega hluti af Æskulýðskór KSS, KSS stóð fyrir Kristileg skólasamtök. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan stúlknakór.

Stúlknakór Keflavíkurkirkju (1968-69)

Stúlknakór var starfræktur við Keflavíkurkirkju vorið 1969 og hafði þá að öllum líkindum verið starfandi veturinn á undan. Stjórnandi kórsins var þáverandi organisti kirkjunnar, Siguróli Geirsson en hann stjórnaði á sama tíma Æskulýðskór Keflavíkurkirkju sem kórinn var líkast til hluti af. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Keflavíkurkirkju.

Stúlknakór Laugalækjarskóla (1962-64)

Stúlknakór Laugalækjarskóla starfaði fyrsta veturinn sem skólinn var starfræktur (1962-63), og líklega einnig næsta vetur á eftir en kórinn skipuðu á milli fimmtíu og sextíu stúlkur á aldrinum 10-11 ára. Það var sjálfur skólastjóri Laugalækjarskóla Guðmundur Magnússon sem stjórnaði kórnum en hann var jafnframt undirleikari kórsins og stjórnaði þá einnig Barnakór Laugalækjarskóla. Stúlknakór Laugalækjarskóla, sem…

Stúlknakór Menntaskólans á Akureyri [1] (1943-49)

Heimildir eru afar fáar um stúlknakór sem virðist hafa verið starfandi við Menntaskólann á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar, óvíst er jafnvel hvort sá kór var nokkru sinni starfandi eða hvort aðeins var um að ræða nokkrar stúlkur í hópi nemenda skólans sem sungu í leiksýningum á vegum nemenda vorin 1943 og 1949, í…

Stúlknakór Laugaskóla (1993-94)

Um tveggja ára skeið að minnsta kosti var starfræktur kór við heimavistarskólann að Laugum í Sælingsdal um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar undir nafninu Stúlknakór Laugaskóla. Kórinn sem starfaði 1993 og 94 söng þá undir stjórn Björns Stefáns Guðmundssonar kennara við skólann, og kom m.a. fram á Jörvagleði þeirra Dalamanna. Óskað er eftir frekari upplýsingum…

Stúlknakór Raufarhafnar (1945-48)

Stúlknakór var starfræktur á Raufarhöfn á síðari hluta fimmta áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1945 til 48 en hugsanlega var hann starfandi lengur. Kórinn bar nafnið Stúlknakór Raufarhafnar en meðal fólks gekk hann undir nafninu Kolbrúnarkórinn, eftir stofnanda kórsins og stjórnanda sem hét Kolbrún en ekki liggur fyrir fullt nafn hennar. Óskað…

Afmælisbörn 21. desember 2022

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…

Afmælisbörn 20. desember 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Hafnfirðingurinn Stefán Hjörleifsson gítarleikari Nýdanskrar er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Stefán hóf sinn tónlistarferil í heimabænum og var í hljómsveitinni Herramönnum ungur að árum. Á menntaskólaárum sínum gaf hann út plötuna Morgundagurinn sem hafði að geyma lög úr stuttmynd en síðan hefur hann…

Afmælisbörn 19. desember 2022

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Ómar Diðriksson trúbador og hárskeri er sextugur og fagnar því stórafmæli á þessum degi. Hann hefur starfrækt eigin sveitir, Síðasta sjens, Tríó Ómars Diðrikssonar og Sveitasyni, en hefur einnig gefið út nokkrar sólóplötur og í samstarfi við Karlakór Rangæinga. Hann býr nú í Noregi Gréta Sigurjónsdóttir…

Afmælisbörn 18. desember 2022

Í dag eru tvö nöfn á afmælislista Glatkistunnar Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrjátíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig starfað með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s.…

Afmælisbörn 17. desember 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu á lista Glatkistunnar í dag: Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og átta ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt…

Afmælisbörn 16. desember 2022

Í dag eru þrjú tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Tónlistarkonan Rakel Mjöll Leifsdóttir er þrjátíu og þriggja ára gömul á þessum degi. Rakel Mjöll vakti fyrst athygli í söngkeppni Samfés og hefur m.a.s. keppt í undankeppni Eurovision en hefur fyrst og fremst verið þekkt sem söngkona s.s. hljómsveita eins og Útidúr og Dream wife sem…

Afmælisbörn 15. desember 2022

Í dag eru skráð fjögur afmælisbörn, þau eru þessi: Söngvarinn Herbert Guðmundsson (Hebbi) er sextíu og níu ára í dag. Hann var áður söngvari fjölmargra hljómsveita eins og Pelican, Eikur, Raflosts, Tilveru, Sólskins, Ástarkveðju, Stofnþels og Kan svo nokkrar vel valdar séu nefndar en þekktastur er hann þó fyrir sólóferil sinn, fyrst og síðast skal…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi (1959-83)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi varð landsfrægur þegar hann sendi frá sér plötu árið 1968 en kórinn starfaði í um aldarfjórðung við góðan orðstír. Það var Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson söngkennari sem stofnaði Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss árið 1959 (frekar en 1958) en kórinn skipaði yfirleitt um fjörutíu stúlkur á unglingsaldri, kórinn gekk einnig stundum undir nafninu…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég…

Stúlknakór Hlíðardalsskóla (1969-73)

Fáar heimildir er að finna um stúlknakór sem starfaði í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en aðventistar starfræktu þar skóla um árabil. Skólakórar voru starfandi lengi við Hlíðardalsskóla enda var sönglíf þar mikið, m.a. var gefin út plata með Kór Hlíðardalsskóla og gekk sá kór undir ýmsum nöfnum s.s. nemendakór, söngkór o.s.frv. Stúlknakórinn virðist hins vegar aðeins…

Stúlknakór Hallgrímskirkju [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur barnakór við Hallgrímskirkjusókn sem gekk undir nafninu Stúlknakór Hallgrímskirkju en stjórnandi kórsins var Haukur Ágústsson. Þessi kór, sem varð ekki langlífur, söng eitthvað við kirkjulegar athafnir í Hallgrímskirkju sem þá var í byggingu en messað var í kjallara kórs hússins á þeim tíma, þá kom kórinn fram í Stundinni okkar í…

Stúlknakór Grunnskólans á Patreksfirði (1980 / 1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór (eða kóra) sem starfaði annars vegar árið 1980 og gekk þá líklega undir nafninu Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Patreksfirði, hins vegar haustið 1987 undir nafninu Stúlknakór Grunnskólans á Patreksfirði undir stjórn Öivind Solbakk sem þá gegndi stöðu skólastjóra tónlistarskólans á Patreksfirði. Að öllum líkindum var hér um tvo óskylda stúlknakóra…

Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga (1981)

Haustið 1981 söng kór sem kallaður var Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga á jólaskemmtun í þorpinu en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. starfstíma, stjórnanda, stærð eða annað – hér með er óskað eftir þeim upplýsingum.

Stúlknakór Grensáskirkju (1993-2004)

Stúlknakór Grensáskirkju var angi af söngstarfi barna og unglinga innan Grensáskirkju undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld. Barnakór hafði verið stofnaður við Grensáskirkju af Margréti Pálmadóttur kórstjórnanda haustið 1990 og starfaði hann um nokkurra ára skeið þar til að svo virðist sem ný eining hafi verið sett á laggirnar þegar kórmeðlimir þess…

Stúlknakór Garðahreppsskóla (1967)

Kór sem kallaður var Stúlknakór Garðahreppsskóla í Garðahreppi (síðar Garðabæ) kom fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu vorið 1967 og söng þar undir stjórn söngkennara síns, Guðmundar H. Norðdahl. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann hafi verið starfandi við skólann um veturinn eða hvort hann var sérstaklega settur saman fyrir…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…