Stúlknakór Hlíðardalsskóla (1969-73)

Fáar heimildir er að finna um stúlknakór sem starfaði í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en aðventistar starfræktu þar skóla um árabil.

Skólakórar voru starfandi lengi við Hlíðardalsskóla enda var sönglíf þar mikið, m.a. var gefin út plata með Kór Hlíðardalsskóla og gekk sá kór undir ýmsum nöfnum s.s. nemendakór, söngkór o.s.frv. Stúlknakórinn virðist hins vegar aðeins hafa verið þar í fáein ár, heimild segir frá slíkum kór sem söng í Neskirkju vorið 1969 og vitað er fyrir vissu að þar var stúlknakór veturinn 1972-73. Sá kór innihélt um tuttugu stúlkur á unglingsaldri en engar upplýsingar er að finna um hver stjórnaði honum, ekki er þó ólíklegt að Jón H. Jónsson hafi verið þar á ferð. Þá mun einnig hafa verið starfandi söngkvartett kvenna um svipað leyti í skólanum.

Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Hlíðardalsskóla.