Stúlknakór Hlíðaskóla (1975-79)

Upplýsingar um Stúlknakór Hlíðaskóla eru af skornum skammti enda voru kórar starfandi við skólann um árabil undir ýmsum nöfnum s.s. Barnakór Hlíðaskóla (sem m.a. gaf út smáskífu á sjötta áratugnum) og Skólakór Hlíðaskóla en Guðrún Þorsteinsdóttir var lengst af stjórnandi kóranna. Árið 1971 starfaði þar kór undir nafninu Kór unglingadeildar Hlíðaskóla undir stjórn Sigríðar Sigurðardóttur…

Stúlknakór Hlíðaskóla – Efni á plötum

Stúlknakór Hlíðaskóla – Bjart er yfir Betlehem Útgefandi: Ísalög Útgáfunúmer: ÍSA 001 Ár: 1978 1, Bjart er yfir Betlehem (Jólastjarnan) 2. Jólaljóð hirðingjanna 3. Jólabarnið 4. Hátíð fer að höndum ein 5. Frá ljósanna hásal 6. Slá þú hjartans hörpustrengi 7. Það aldin út er sprungið 8. Komið þið hirðar 9. Nóttin var sú ágæt…

Stúlknakór Hrafnagilsskóla (1972 / 1984-85)

Stúlknakór Hrafnagilsskóla mun hafa verið starfræktur á einhverjum tímaskeiðum á áttunda og níunda áratug liðinnar aldar, upplýsingar um þann kór (eða kóra) er þó því miður af skornum skammti. Slíkur kór var starfandi við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði veturinn 1972-73 en skólinn var þá tiltölulega nýtekinn til starfa, og söng hann við vígslu skólahússins síðla hausts…

Stúlknakór K.F.U.K. í Vestmannaeyjum (1951)

Óskað er eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði innan K.F.U.K. (Kristilegs félags ungra kvenna) í Vestmannaeyjum snemma á sjötta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að kórinn starfaði árið 1951 en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. hversu lengi hann starfaði eða hver stjórnaði honum.

Stúlknakór Jóns G. Þórarinssonar (1961-66)

Jón G. Þórarinsson kórstjórnandi, organisti og söngkennari kenndi við Miðbæjarskólann í Reykjavík um margra ára skeið og stjórnaði þá skólakór í nafni skólans. Hann stjórnaði einnig stúlknakór í skólanum á sjöunda áratugnum en sá kór sem virðist hafa verið eins konar úrvals kór stúlkna á unglingsaldri söng víðs vegar á skemmtunum og í útvarpinu, fyrir…

Stúlknakór KSS (1965)

Vorið 1965 var starfræktur kór sem bar nafnið Stúlknakór KSS en sá kór var líklega hluti af Æskulýðskór KSS, KSS stóð fyrir Kristileg skólasamtök. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan stúlknakór.

Stúlknakór Keflavíkurkirkju (1968-69)

Stúlknakór var starfræktur við Keflavíkurkirkju vorið 1969 og hafði þá að öllum líkindum verið starfandi veturinn á undan. Stjórnandi kórsins var þáverandi organisti kirkjunnar, Siguróli Geirsson en hann stjórnaði á sama tíma Æskulýðskór Keflavíkurkirkju sem kórinn var líkast til hluti af. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Keflavíkurkirkju.

Stúlknakór Laugalækjarskóla (1962-64)

Stúlknakór Laugalækjarskóla starfaði fyrsta veturinn sem skólinn var starfræktur (1962-63), og líklega einnig næsta vetur á eftir en kórinn skipuðu á milli fimmtíu og sextíu stúlkur á aldrinum 10-11 ára. Það var sjálfur skólastjóri Laugalækjarskóla Guðmundur Magnússon sem stjórnaði kórnum en hann var jafnframt undirleikari kórsins og stjórnaði þá einnig Barnakór Laugalækjarskóla. Stúlknakór Laugalækjarskóla, sem…

Stúlknakór Menntaskólans á Akureyri [1] (1943-49)

Heimildir eru afar fáar um stúlknakór sem virðist hafa verið starfandi við Menntaskólann á Akureyri á fimmta áratug síðustu aldar, óvíst er jafnvel hvort sá kór var nokkru sinni starfandi eða hvort aðeins var um að ræða nokkrar stúlkur í hópi nemenda skólans sem sungu í leiksýningum á vegum nemenda vorin 1943 og 1949, í…

Stúlknakór Laugaskóla (1993-94)

Um tveggja ára skeið að minnsta kosti var starfræktur kór við heimavistarskólann að Laugum í Sælingsdal um miðjan tíunda áratug liðinnar aldar undir nafninu Stúlknakór Laugaskóla. Kórinn sem starfaði 1993 og 94 söng þá undir stjórn Björns Stefáns Guðmundssonar kennara við skólann, og kom m.a. fram á Jörvagleði þeirra Dalamanna. Óskað er eftir frekari upplýsingum…

Stúlknakór Raufarhafnar (1945-48)

Stúlknakór var starfræktur á Raufarhöfn á síðari hluta fimmta áratugar síðustu aldar, að minnsta kosti á árunum 1945 til 48 en hugsanlega var hann starfandi lengur. Kórinn bar nafnið Stúlknakór Raufarhafnar en meðal fólks gekk hann undir nafninu Kolbrúnarkórinn, eftir stofnanda kórsins og stjórnanda sem hét Kolbrún en ekki liggur fyrir fullt nafn hennar. Óskað…

Afmælisbörn 21. desember 2022

Afmælisbörnin í tónlistargeiranum eru þrjú talsins í dag: Pétur Grétarsson slagverksleikari er sextíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur mest tengst djassgeiranum en hefur þó leikið með ýmsum öðrum sveitum. Þar má til dæmis nefna Stórsveit Reykjavíkur, Tarzan, Síðan skein sól, Arnald og kameldýrin, Karnival, Havanabandið og Smartband. Pétur hefur mikið starfað við…