Stúlknakór var starfræktur við Keflavíkurkirkju vorið 1969 og hafði þá að öllum líkindum verið starfandi veturinn á undan. Stjórnandi kórsins var þáverandi organisti kirkjunnar, Siguróli Geirsson en hann stjórnaði á sama tíma Æskulýðskór Keflavíkurkirkju sem kórinn var líkast til hluti af.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Keflavíkurkirkju.