Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi (1959-83)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi varð landsfrægur þegar hann sendi frá sér plötu árið 1968 en kórinn starfaði í um aldarfjórðung við góðan orðstír. Það var Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson söngkennari sem stofnaði Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss árið 1959 (frekar en 1958) en kórinn skipaði yfirleitt um fjörutíu stúlkur á unglingsaldri, kórinn gekk einnig stundum undir nafninu…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Efni á plötum

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi – Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / [engar upplýsingar um útgefanda] Útgáfunúmer: HÚ 501 / [engar upplýsingar um útgáfunúmer] Ár: 1968 / 2004 1. Á vængjum söngsins 2. Silungurinn 3. Unga snót 4. Ó, blessuð vertu sumarsól 5. Jónsmessunótt 6. Litfríð og ljóshærð 7. Hjarðsveinasöngur 8. Sofðu rótt 9. Ég…

Stúlknakór Hlíðardalsskóla (1969-73)

Fáar heimildir er að finna um stúlknakór sem starfaði í Hlíðardalsskóla í Ölfusi en aðventistar starfræktu þar skóla um árabil. Skólakórar voru starfandi lengi við Hlíðardalsskóla enda var sönglíf þar mikið, m.a. var gefin út plata með Kór Hlíðardalsskóla og gekk sá kór undir ýmsum nöfnum s.s. nemendakór, söngkór o.s.frv. Stúlknakórinn virðist hins vegar aðeins…

Stúlknakór Hallgrímskirkju [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur barnakór við Hallgrímskirkjusókn sem gekk undir nafninu Stúlknakór Hallgrímskirkju en stjórnandi kórsins var Haukur Ágústsson. Þessi kór, sem varð ekki langlífur, söng eitthvað við kirkjulegar athafnir í Hallgrímskirkju sem þá var í byggingu en messað var í kjallara kórs hússins á þeim tíma, þá kom kórinn fram í Stundinni okkar í…

Stúlknakór Grunnskólans á Patreksfirði (1980 / 1987)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór (eða kóra) sem starfaði annars vegar árið 1980 og gekk þá líklega undir nafninu Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Patreksfirði, hins vegar haustið 1987 undir nafninu Stúlknakór Grunnskólans á Patreksfirði undir stjórn Öivind Solbakk sem þá gegndi stöðu skólastjóra tónlistarskólans á Patreksfirði. Að öllum líkindum var hér um tvo óskylda stúlknakóra…

Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga (1981)

Haustið 1981 söng kór sem kallaður var Stúlknakór Grunnskólans á Hvammstanga á jólaskemmtun í þorpinu en engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, s.s. starfstíma, stjórnanda, stærð eða annað – hér með er óskað eftir þeim upplýsingum.

Stúlknakór Grensáskirkju (1993-2004)

Stúlknakór Grensáskirkju var angi af söngstarfi barna og unglinga innan Grensáskirkju undir lok síðustu aldar og fram á nýja öld. Barnakór hafði verið stofnaður við Grensáskirkju af Margréti Pálmadóttur kórstjórnanda haustið 1990 og starfaði hann um nokkurra ára skeið þar til að svo virðist sem ný eining hafi verið sett á laggirnar þegar kórmeðlimir þess…

Stúlknakór Garðahreppsskóla (1967)

Kór sem kallaður var Stúlknakór Garðahreppsskóla í Garðahreppi (síðar Garðabæ) kom fram í Stundinni okkar í Ríkissjónvarpinu vorið 1967 og söng þar undir stjórn söngkennara síns, Guðmundar H. Norðdahl. Engar aðrar upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann hafi verið starfandi við skólann um veturinn eða hvort hann var sérstaklega settur saman fyrir…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…

Stúlknakór Heydalakirkju (1987-88)

Haustið 1987 var starfræktur stúlknakór við Heydalakirkju í Breiðdal og söng hann á aðventukvöldi í kirkjunni undir stjórn organistans, hinnar búlgörsku Ilku Petrovu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Stúlknakór Heydalakirkju og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hann en hér er gert ráð fyrir að kórinn hafi starfað allan veturinn 1987-88.

Stúlknakór Háteigskirkju [1] (1981-82)

Veturinn 1981-82 á að hafa verið starfandi kór við Háteigskirkju sem bar nafnið Stúlknakór Háteigskirkju, og söng undir stjórn Jóhannesar Baldurssonar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þennan kór eða stjórnanda hans og er því leitað til lesenda Glatkistunnar eftir frekari upplýsingum.

Afmælisbörn 14. desember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og eins árs gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…