Haustið 1987 var starfræktur stúlknakór við Heydalakirkju í Breiðdal og söng hann á aðventukvöldi í kirkjunni undir stjórn organistans, hinnar búlgörsku Ilku Petrovu.
Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Stúlknakór Heydalakirkju og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hann en hér er gert ráð fyrir að kórinn hafi starfað allan veturinn 1987-88.