Stykk (1975-2000)

Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi starfaði í áratugi og lék á dansleikjum í heimabyggð og miklu víðar, sveitin hafði frumsamda tónlist á takteinum og um það leyti sem hún fagnaði tuttugu og fimm ára afmæli gaf hún út plötu. Stykk mun hafa verið stofnuð sumarið 1975 í Stykkishólmi en ein heimild segir reyndar að hún hafi…

Stykk – Efni á plötum

Stykk – Hljómsveitin Stykk frá Stykkishólmi Útgefandi: Hljómsveitin Stykk Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1999 1. Láttu Hólminn heilla þig 2. Danskir dagar 3. Líkur 4. Arinbjörn 5. Happy with your life 6. Takturinn 7. K.M. 8. Kodak 9. Stígur í steig 10. Áfram Snæfell Flytjendur: Elfar Gunnlaugsson – söngur og gítar Elvar Þór Steinarsson –…

Stúlknakór Varmárskóla [1] (1970)

Árið 1970 var starfræktur kór við Varmárskóla í Mosfellssveit undir nafninu Stúlknakór Varmárskóla. Þessi kór varð ekki langlífur, starfaði e.t.v. bara um haustið 1970 undir stjórn Gunnars Reynis Sveinssonar tónskálds og ekki liggja fyrir neinar frekari heimildir um hann. Óskað er eftir nánari upplýsingum um Stúlknakór Varmárskóla.

Stúlknakór Seyðisfjarðarkirkju (1983)

Haustið 1983 var starfræktur kór á Seyðisfirði sem gekk undir nafninu Stúlknakór Seyðifjarðarkirkju og söng hann að minnsta kosti einu sinni í messu fyrir jólin undir stjórn Sigurbjargar Helgadóttur organista kirkjunnar. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór, hvort hann var starfandi innan kirkjunnar eða jafnvel tónlistarskólans á staðnum og því hugsanlega angi…

Stúlknakór Melaskóla – Efni á plötum

Barnakór og Hljómsveit Magnúsar Péturssonar – Boðið upp í dans: 1 Barnadansar Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: EXP-IM 73 Ár: 1960 1. Litlu andarungarnir 2. Í skóginum 3. Dýravísur 4. Sisken 5. Klappi klapp 6. La troika 7. Mallebrook 8. Heilsast og kveðjast 9. Reinlanderpolki 10. Hoppla 11. Dátadans Flytjendur: Stúlknakór úr Melaskóla – söngur undir stjórn Magnúsar Péturssonar Tríó…

Stúlknakór Melaskóla (1960-75)

Söng- og kórastarf hefur yfirleitt verið í miklum blóma í Melaskóla og lengi vel var nafn Magnúsar Péturssonar söngkennara og tónlistarmanns samofið söngstarfi þar. Elstu heimildir um stúlknakór innan Melaskóla eru frá árinu 1960 en á því ári kom út tíu laga smáskífa á vegum Tage Ammendrup hjá Íslenzkum tónum sem notuð var við danskennslu…

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (1998-2002)

Stúlknakór Þykkvabæjarkirkju (Hábæjarkirkju í Þykkvabæ) starfaði um nokkurra ára skeið í kringum síðustu aldamót undir stjórn organista kirkjunnar Nínu Maríu Morávek og söng þá í messum og á tónleikum um Rangárvallasýslu og jafnvel víðar. Kórinn var líklega stofnaður haustið 1998 og gekk fyrst undir nafninu Barnakór Þykkvabæjarkirkju en fljótlega var hitt nafnið tekið upp. Kórinn…

Stúlknakór Vogaskóla (1965-68)

Einhver vísir að stúlknakór var við Vogaskóla um miðbik og á síðari hluta sjöunda áratugar síðustu aldar og virðist sem slíkur kór hafi miklu fremur átt upp á pallborðið hjá nemendum skólans fremur en almennur skólakór sem þó gæti á einhverjum tímapunktum einnig hafa verið starfræktur þar. Stúlknakór Vogaskóla starfaði á árunum 1965 til 68…

Stúlknakór Víðistaðaskóla (1973-74)

Kór var starfræktur við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði veturinn 1973-74 undir nafninu Stúlknakór Víðistaðaskóla og kom hann fram eitthvað opinberlega sumarið 1974 í tengslum við 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar, sem haldið var upp á um land allt. Það var Elínborg Loftsdóttir sem var stjórnandi kórsins en aðrar upplýsingar er ekki að finna um þennan kór.

Stúlknakór Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs (1969-72)

Innan Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs í A-Húnavatnssýslu starfaði stúlknakór á árunum 1969 til 1972 að minnsta kosti en félagið hafði verið stofnað haustið 1968. Kórinn söng mestmegnis í guðsþjónustum og kirkjutengdum samkomum á Þingeyrum en kom einnig t.a.m. fram á Húnavöku. Stjórnandi Stúlknakórs Æskulýðsfélags Þingeyraklausturs var Jónas Tryggvason.

Samúel Einarsson – Efni á plötum

Sammi rakari – Gömul stef Útgefandi: Samúel Jón Einarsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2021 1. Gömul stef 2. Heima 3. Ísafjörður (ég man þig fjörðinn fríða) 4. Fótboltamaðurinn Flytjendur: Samúel Einarsson – söngur og hljómborð Þorgrímur Jónsson – kontrabassi Scott McLemore – trommur Vignir Snær Vigfússon – gítar Samúel Jón Samúelsson – básúna Helgi Björnsson…

Samúel Einarsson (1948-2022)

Samúel Einarsson eða Sammi rakari eins og hann var iðulega nefndur var kunnur tónlistarmaður vestur á Ísafirði, hann starfaði þar með fjölmörgum hljómsveitum og var BG flokkurinn þeirra þekktust en sú sveit naut nokkurra vinsælda á landsvísu. Samúel gaf út plötu með eigin tónsmíðum þegar hann var kominn á áttræðisaldur. Samúel Jón Einarsson var fæddur…

Stúlknakór Æ.F.R. (1939)

Stúlknakór var starfræktur innan Æskulýðsfylkingar Reykjavíkur (Æ.F.R.) sumarið 1939 og söng hann eitthvað á samkomum fylkingarinnar. Ekki er neinar frekari upplýsingar að finna um Stúlknakór ÆFR, um stærð kórsins, starfstíma, stjórnanda eða annað, og er því hér með auglýst eftir þeim upplýsingum.

Afmælisbörn 28. desember 2022

Glatkistan hefur í fórum sínum upplýsingar um fjölda tónlistartengdra afmælisbarna á þessum degi: Ingvi Steinn Sigtryggsson tónlistarmaður frá Keflavík er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann gaf út litla plötu 1973 sem hafði að geyma Flakkarasönginn, sem naut nokkurra vinsælda. Ingvi Steinn lék með ýmsum hljómsveitum á áttunda áratugnum, og má hér nefna…