Stuðmenn (1969-)

Hljómsveitin Stuðmenn ber sæmdartitilinn „hljómsveit allra landsmanna“ með réttu, kynslóðirnar eiga sér uppáhalds tímabil í sögu sveitarinnar og í henni hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðru tónlistarfólki, ekki síst vegna þess langs tíma sem hún hefur verið starfandi. Stuðmenn hafa tekið mislangar pásur og birst aftur nýjum kynslóðum sem tekið hafa…

Stuðmenn – Efni á plötum

Stuðmenn – Honey, will you marry me / Whoop scoobie doobie [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ records 012 Ár: 1974 1. Honey, will you marry me 2. Whoops scoobie doobie Flytjendur: Valgeir Guðjónsson – gítar og söngur Jakob Magnússon – raddir, melódika og píanó Trevor Spencer – trommur og ásláttur Alan Tarney – bassi…

Stúlkna- og barnakórar Guðrúnar Þorsteinsdóttur (1957-62)

Um og í kringum 1960 stjórnaði Guðrún Þorsteinsdóttir söngkona og söngkennari nokkrum barnakórum í Reykjavík. Guðrún hafði kennt bæði við Austurbæjar- og Laugarnesskóla og myndað barnakóra við skólana og þeirra á meðal voru einnig stúlknakórar sem sungu víða um höfuðborgarsvæðið í þessum tíma, þá virðist sem hún hafi einnig stjórnað stúlknakór við Háteigskirkju þannig að…

Stúdentakórinn [2] – Efni á plötum

Stúdentakórinn – Stúdentakórinn / The Icelandic Academic Choir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 18 Ár: 1967 1. Vårsång 2. Tveir Bellmans: Gubben är gammal / Så lunka vi så småningom 3. Das Köningslied 4. Drink to me only 5. Rauði sarafaninn 6. Nótt 7. Ísland 8. Sumarkveðja 9. Úr útsæ rísa Íslandsfjöll 10. Integer vitae 11.…

Stúdentakórinn [2] (1964-73)

Stúdentakórinn (hinn síðari) var formlega settur á laggirnar í febrúar 1964 en þá höfðu í raun margir kórar verið starfandi innan háskólasamfélagsins allt frá árinu 1925 og með hléum. Með tilkomu nýs kórs sem nyti fastra fjárframlaga frá Háskóla Íslands að norrænni fyrirmynd og fengi þær skyldur að syngja við útskriftir, á fullveldishátíð skólans og…

Stúlknakór Flúðaskóla (1998-99)

Stúlknakór Flúðaskóla starfaði veturinn 1998-99 og tók þátt í barnakóramóti um vorið 1999 auk þess að koma fram á fleiri tónleikum um svipað leyti. Kórinn var að öllum líkindum eining innan kórastarfs við Flúðaskóla en þarna undir lok aldarinnar og nokkuð fram á nýja öld var blómlegt söngstarf í skólanum og þar var kór sem…

Stúlknakór Breiðholtskirkju (1996-99)

Undir lok síðustu aldar var starfræktur stúlknakór við Breiðholtskirkju en sá kór starfaði á árunum 1996 til 1999 að minnsta kosti, líklega allan tímann undir stjórn Daníels Jónassonar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Breiðholtskirkju.

Stúdíó Stjarna [útgáfufyrirtæki] (1985-89)

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson stofnaði og starfrækti um fimm ára skeið á níunda áratug liðinnar aldar (1985-89) lítið útgáfufyrirtæki sem hann kallaði Stúdíó Stjarna en fimm plötur hans komu út undir útgáfumerkinu. Gylfi var á þeim tíma með heimahljóðver þar sem efnið var tekið upp en hann annaðist mest alla vinnuna við útgáfuna sjálfur, hannaði plötuumslög,…

Stúdíó Ris [hljóðver] (1993-96)

Hljóðupptökuverið Stúdíó Ris var starfrækt um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar á Norðfirði og voru nokkrar plötur hljóðritaðar þar af heimamönnum. Stúdíó Ris var staðsett í risi í húsnæði Ennco í Neskaupstað og hlaut þaðan nafn sitt en líklega var fyrirtækið í grunninn tölvufyrirtæki og hljóðversvinnan hluti þeirrar starfsemi. Það voru þeir feðgar…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði (?)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem nefndur hefur verið Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði en hann var starfandi annars vegar á sjötta áratug liðinnar aldar (að minnsta kosti veturinn 1942-43 undir stjórn Jóhönnu Johnsen söngkennara (Jóhönnu Jóhannsdóttur)) og hins vegar á sjöunda áratugnum undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans á Ísafirði, Ragnars H. Ragnar (líklega að minnsta…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (?)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt um ríflega þrjátíu ára skeið en hann gæti einnig hafa starfað slitrótt, jafnvel einn og einn vetur með löngu millibili. Heimildir eru til um stúlknakór við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 en sá kór söng við skólaslit skólans vorið 1947 undir stjórn söngkennarans Áskels Jónssonar,…

Stúlknakór Eyfellinga (2000-01)

Stúlknakór Eyfellinga var starfræktur um síðustu aldamót, kórinn sem skipaður var stúlkum á grunnskólaaldri söng á skemmtun um haustið 2000 og má reikna með að hann hafi því verið starfandi veturinn 2000 til 2001. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins en hann mun hafa verið starfandi í grunnskóla hreppsins. Óskað er eftir frekari upplýsingum um…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins…

Afmælisbörn 7. desember 2022

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo aðeins…