Stúlknakór Flúðaskóla (1998-99)

Stúlknakór Flúðaskóla starfaði veturinn 1998-99 og tók þátt í barnakóramóti um vorið 1999 auk þess að koma fram á fleiri tónleikum um svipað leyti. Kórinn var að öllum líkindum eining innan kórastarfs við Flúðaskóla en þarna undir lok aldarinnar og nokkuð fram á nýja öld var blómlegt söngstarf í skólanum og þar var kór sem ýmist var kallaður Kór, Barnakór eða Skólakór Flúðaskóla undir stjórn Edit Molnar, sem stjórnaði einnig stúlknakórnum.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu stór Stúlknakór Flúðaskóla var eða hvort hann starfaði lengur en þennan eina vetur.