Stúdíó Bimbó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1978-84)

Á Akureyri var rekið um nokkurra ára skeið hljóðver og síðar einnig útgáfufyrirtæki undir nafninu Stúdíó Bimbó, á annan tug hljómplatna kom út á vegum fyrirtækisins og fjölmargar plötur voru þar hljóðritaðar. Akureyringurinn Pálmi Guðmundsson hafði um tíma rekið ferðadiskótek undir nafninu Bimbó og frá árinu 1976 var hann einnig fastráðinn diskótekari í Sjálfstæðishúsinu á…

Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)

Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…

Stúdentakórinn í Reykjavík (1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem söng á tónleikum í tengslum við Sólrisuhátíð á Ísafirði í mars 1990, undir nafninu Stúdentakórinn í Reykjavík. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og svo virðist sem ekki sé um að ræða Háskólakórinn sem stundum var kallaður Stúdentakórinn. Þeir sem hafa upplýsingar um þennan kór…

Stuðbandalagið – Efni á plötum

Stuðbandalagið – Allir á landsmót [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Allir á landsmót 2. Verðlaunastef Flytjendur: Guðjón Guðmundsson – söngur Indriði Jósafatsson – raddir Pálína Vagnsdóttir – raddir Stuðbandalagið: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Stuðbandalagið (1995-2011)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem var mjög virk um að minnsta kosti fimmtán ára skeið en hún lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1995 að öllum líkindum og gerði alltaf út þaðan, lék t.a.m. um margra ára skeið í dægurlagakeppni Borgfirðinga á Gleðifundi Ungmennafélags Reykdæla en sveitin…

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar (1961-62)

Óskað er eftir upplýsingum um barnakór, Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar sem starfræktur var að minnsta kosti veturinn 1961 til 62, fyrir liggur að söngkennari skólans stjórnaði þessum kór en nafn kennarans vantar. Kórinn söng á skólaslitum Barnaskólans á Ísafirði vorið 1962 en upplýsingar vantar jafnframt um hvort hann starfaði lengur en fram á vorið.

Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968. 1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem…

Stúdíó Hlust [hljóðver] (1979-85)

Upplýsingar um hljóðverið Stúdíó Hlust hf. sem starfrækt var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að Rafn Sigurbjörnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Sigmundur Valgeirsson, Ágúst Alfonsson og Bjarni Ingvarsson stofnuðu það haustið 1979 og í fyrstu hafði það mestmegnis með prufu- eða demóupptökur að gera þar til tækjakosturinn varð…

Stúlknakór Borgarness (1998)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um kór sem starfaði í Borgarnesi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur árið 1998, og gekk undir nafninu Stúlknakór Borgarness. Birna hafði þá um árabil stjórnað barnakórum í Borgarnesi. Annað er ekki að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hann.

Stúlknakór Blönduóss (1997-98)

Upplýsingar óskast um kór sem bar nafnið Stúlknakór Blönduóss en hann var starfræktur veturinn 1997-98 og e.t.v. lengur, undir stjórn Huldu Tryggvadóttur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Afmælisbörn 30. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og átta ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og átta ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum degi,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og átta ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 25. nóvember 2022

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…

Afmælisbörn 24. nóvember 2022

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Hann er líkast til þekktastur fyrir veru sína í Todmobile sem naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma en hann starfrækti einnig dúettinn Bong. Áður hafði hann verið í sveitum eins og…

Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Smellur [2] [fjölmiðill] (1997-2005)

Tímaritið Smellur (hið síðara) kom út í kringum síðustu aldamót, það var ætlað unglingum og fjallaði um ýmis málefni tengd þeim aldurshópi, og skipaði tónlist þar veigamikinn sess. Smellur hóf að koma út haustið 1997 á vegum Æskunnar en samnefnt tímarit fagnaði þá aldarafmæli og í tilefni af því var ákveðið að bæta hinu nýja…

Smellur [1] [fjölmiðill] (1984-86)

Tímaritið Smellur var tónlistartímarit ætlað ungu fólki og kom út um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Blaðið hafði að geyma blöndu íslensks og erlends efnis, þýddar greinar úr erlendum tónlistartímaritum og svo greinar og viðtöl við íslenskt popptónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Grafík, Bubba Morthens, Ragnhildi Gísladóttur, Siggu Beinteins, Eirík…

Stundin okkar [annað] – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez – bassi Uppáhaldslögin okkar – ýmsir Útgefandi:…

Smellur [2] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Smellur – ýmsir Útgefandi: Æskan ehf, Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. Sign – Hey Ben 2. Kuai – Andsetinn 3. Buff – Vélmennið 4. Spútnik – Stjörnuryk 5. Housebuilders – Time like this 6. BMX – Leysist upp 7. Öngvit – Af hverju? 8. Tvö dónaleg haust – Það læra börnin… 9. Geðveikir –…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Sturla Már Jónsson (1947-)

Sturla Már Jónsson var einn af þeim fjölmörgu ungu tónlistarmönnum sem lagði tónlistina að nokkru leyti fyrir sig á yngri árum en sneri síðan baki við henni og að allt öðrum viðfangsefnum. Sturla Már er fæddur árið 1947 og var aðeins tólf ára gamall þegar hann kom fram og söng dægurlög á miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíóið…

Trap – Efni á plötum

Trap – Trap Útgefandi: Trap Útgáfunúmer: TRAP 001 Ár: 2019 1. Time is tight 2. Happy together 3. Storms never last 4. Then I kissed her 5. Black magic woman 6. Út á sjó 7. Thing we said today 8. Rock around the clock 9. Þín innsta þrá 10. Hesta Jói 11. Runaway 12. Last…

Stúdentakórinn [1] (1925-63)

Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um hinn svokallaða Stúdentakór er í raun umfjöllun um fjölmarga kóra sem störfuðu innan hins akademíska samfélags stúdenta hér á landi en það kórastarf var langt frá því að vera samfleytt þó svo að svo virðist vera við fyrstu sýn – í sem allra stysta máli mætti halda…

Stuvsuger (1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Stuvsuger (Støvsuger) sem lék framsækið rokk og kom fram á tónleikum vorið 1988. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun um hana.

Stürmwandsträume (1996)

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…

Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…

Afmælisbörn 23. nóvember 2022

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…

Afmælisbörn 22. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fjögur að þessu sinni: Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og níu ára gamall í dag. Hörður var stofnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann var ennfremur organisti Hallgrímskirkju í áratugi og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra,…

Afmælisbörn 21. nóvember 2022

Sjö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtíu og sjö ára á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli og Sykurmolunum. Útgáfuferill Bjarkar er einstakur en auk…

Afmælisbörn 20. nóvember 2022

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar. Tónlistarmaðurinn og tónskáldið Helgi Hrafn Jónsson er fjörutíu og tveggja ára gamall. Helgi Hrafn kemur af Seltjarnarnesinu þar sem hann steig sínu fyrstu tónlistarspor með hljómsveitinni Bossanova og Lúðrasveit æskunnar en hefur einnig starfað með Aton og fleiri sveitum. Hann nam básúnuleik í Austurríki en spilar…

Afmælisbörn 19. nóvember 2022

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Hér er fyrst nefndur gítarleikarinn Trausti Thorberg en hann lést árið 2021. Trausti (fæddur 1927) lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar sveitar. Trausti…

Afmælisbörn 18. nóvember 2022

Í dag eru sex afmælisbörn í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er sextíu og sex ára gamall á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó, Samsara, Strákarnir, Vinir Dóra, Ómar…

Afmælisbörn 17. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er þrjátíu og þriggja ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað með mörgum öðrum…

Um 500 textar bætast við Glatkistuna

Á miðvikudögum er venjan að nýtt efni bætist í gagnagrunn Glatkistunnar en að þessu sinni er brugðið út af vananum í tilefni af Degi íslenskrar tungu og bætt í textaflóruna í staðinn, yfir fimm hundruð textar af ýmsu tagi hafa þannig bæst við textabanka síðunnar í viðbót við þá tvö þúsund og eitt hundrað sem…

Vögguvísa [8]

Vögguvísa [8] (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn dvínar skjótt, dúmjúk er niðdimm nótt sem blítt á barnafjöld breiðir sín rökkutjöld – hvíslar svo sofðu rótt. Mjúkur er koddinn þinn, mjúklega þér á kinn klappar hann pabbi þinn, mamma svo blítt og hljótt býður þér góða nótt. Sofi í sælli ró, sofi…

Svefnpurkusöngur

Svefnpurkusöngur (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Dagurinn á enda er öll við skulum hvílast hér, fljúgum saman inn í dýrleg draumalönd. Blessuð nóttin hlý og hljóð hvíslar okkur vögguljóð, breiðir yfir verur allar verndarhönd. Það er gott að mega kúra sínum kæru vinum hjá þegar kvölda fer og sígur svefn á brá.…

Geispar geispar

Geispar geispar (Lag / texti: Friðrik Sturluson / Guðmundur Ólafsson) Eitt sinn þá var ég ungur sveinn og eitt sinn ég hafði hár. Eitt sinn þá var ég alveg beinn, eitt sinn var hausinn ofsa klár. Eitt sinn á öðrum fæti stóð og einu sinni hlaupið gat. Eitt sinn í öllum pollum óð, eitt sinn…

Draumastrumpur (Think of you)

Draumastrumpur (Think of you) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ó, draumastrumpur minn! Langt inni‘ í kroppnum þar heyri ég hjartað slá. Ég er á toppnum og ofar mun ekki ná. Ef þú ert heima þá kem ég og strumpast með þér. Alein ég var og hver dagur í einsemd rann. Einhvern…

Strumpareif (No limit)

Strumpareif (No limit) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Allir strumpar út á gólf. Nú byrjar reifið. Strumpareifið. Og hver vill ekki vera með. Nú, nú. Já, já. Nú, nú. Já, já. Nú, nú, er það strumpareifið. Nú verður ekki annað á sveimi. Og hver sem er ei mættur, hann má víst…

Strumpafyrirtak

Strumpafyrirtak (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Ja, hér hann er stórflinkur. Hvað viltu betra en svo flinkan, fyrirtakskláran og svo frábæran strump. Hringdu – hér er hann. Það eru ekki til betri strumpar en það. Handverksstrumpur, Dúkastrumpur, Píparastrumpur, Handverksstrumpur. Því hann er frábær, fyrirtaks strumpur. Sláðu bara á þráðinn ef það…

Strumpaland

Strumpaland (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Á hugljúfum og heillandi stað smá hús í röð þú víst gætir séð. Þar bláir eru allir svo ánægðir og snjallir. Að koma þangað gleður þitt geð. Þó Fýlustrumpur fúlsi við þér og Fornistrumpur heyri‘ ekki neitt, finnst öðrum strumpmum flestum hreint aldrei nóg af…

Strumpar hér og þar

Strumpar hér og þar (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Eins og uppi‘ í tré og oní jörð. Í Suðursveit og við Siglufjörð. Við erum hér og þarna, allir viti það. Við finnum okkur alltaf einhvern góðan stað. Allir. Strumparnir á bæjum, Strumparnir á gæjum, í skjólum og í skotum, hér og…

Söngstrumpurinn

Söngstrumpurinn (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Na-na-na na-na-na Ég syng mitt káta strump. Hér kemur söngstrumpur. (hækka það) Og ég syng og rappa (hækka það) Bara gefið mér tóninn (hækka það) Þá syng ég af list. Er á götu geng ég glaður syng ég lag. Og allir sem heyra það þeir…

Strumpapartý (Beautiful life)

Strumpapartý (Beautiful life) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Gamla settið það fór í helgarferð. Svo komið öll. Ég held partý. Nú skal strumpa í kvöld. Allir strumparnir eiga að mæta. Hér sé stuð. Já. Strumpapartý hjá mér – já. Strumpapartý hjá mér – já. Strumpapartý hjá mér – já. Gos og…

Strumpaparadís (Gangsta’s paradise)

Strumpaparadís (Gangsta‘s paradise) (Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason) Mér fannst enn vera nótt og var í ljúfasta lúr en á lappir var dreginn því í skemmtitúr nú strumpaliðið allt vildi æða. Í kór þeir æptu: Strax á fætur nú og burt með slór. Og við eigum uppáhalds strumpaða staði, strendur og…