Stúdentakórinn í Reykjavík (1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem söng á tónleikum í tengslum við Sólrisuhátíð á Ísafirði í mars 1990, undir nafninu Stúdentakórinn í Reykjavík. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og svo virðist sem ekki sé um að ræða Háskólakórinn sem stundum var kallaður Stúdentakórinn.

Þeir sem hafa upplýsingar um þennan kór mættu gjarnan senda Glatkistunni línu.