Stundin okkar [annað] (1966-)

Lífseigasti sjónvarpsþáttur íslenskrar fjölmiðlasögu er Stundin okkar en þátturinn hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins frá upphafi stofnunarinnar og allt fram á þennan dag. Stundin okkar sem lengst af hefur verið á dagskrá sjónvarpsins á sunnudagseftirmiðdögum, hóf göngu sína í desember 1966 og var í fyrstu í umsjón Hinriks Bjarnasonar, þátturinn hefur síðan þá verið nánast…

Smellur [2] [fjölmiðill] (1997-2005)

Tímaritið Smellur (hið síðara) kom út í kringum síðustu aldamót, það var ætlað unglingum og fjallaði um ýmis málefni tengd þeim aldurshópi, og skipaði tónlist þar veigamikinn sess. Smellur hóf að koma út haustið 1997 á vegum Æskunnar en samnefnt tímarit fagnaði þá aldarafmæli og í tilefni af því var ákveðið að bæta hinu nýja…

Smellur [1] [fjölmiðill] (1984-86)

Tímaritið Smellur var tónlistartímarit ætlað ungu fólki og kom út um tveggja ára skeið um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Blaðið hafði að geyma blöndu íslensks og erlends efnis, þýddar greinar úr erlendum tónlistartímaritum og svo greinar og viðtöl við íslenskt popptónlistarfólk og hljómsveitir á borð við Grafík, Bubba Morthens, Ragnhildi Gísladóttur, Siggu Beinteins, Eirík…

Stundin okkar [annað] – Efni á plötum

Rannveig og Krummi Útgefandi: Hljómplötuútgáfan s.f. Útgáfunúmer: HÚ 001 Ár: 1967 1. Nefið mitt er soldið svart 2. Sængin hans krumma 3. Atte katte noa 4. Karólína frænka 5. Siggi fer á fjöll Flytjendur:  Rannveig Jóhannsdóttir – söngur og leikur Krummi Krummason (Sigríður Hannesdóttir) – söngur og leikur Jakob Halldórsson – gítar Jón Kristinn Cortez – bassi Uppáhaldslögin okkar – ýmsir Útgefandi:…

Smellur [2] [fjölmiðill] – Efni á plötum

Smellur – ýmsir Útgefandi: Æskan ehf, Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2002 1. Sign – Hey Ben 2. Kuai – Andsetinn 3. Buff – Vélmennið 4. Spútnik – Stjörnuryk 5. Housebuilders – Time like this 6. BMX – Leysist upp 7. Öngvit – Af hverju? 8. Tvö dónaleg haust – Það læra börnin… 9. Geðveikir –…

Sturlungar [1] (1966-68)

Bítlasveitin Sturlungar var skólahljómsveit við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði veturna 1966-67 og 1967-68, og lék þá á dansleikjum og væntanlega öðrum skemmtunum innan skólans. Sturlungar voru stofnaðir haustið 1966 og voru meðlimir hennar fyrra árið þeir Lárus Gunnlaugsson söngvari, Hannes Sigurgeirsson gítarleikari, Stefán M. Böðvarsson gítarleikari, Agnar Eide Hansson bassaleikari og Ingvi Þór Kormáksson…

Sturla Már Jónsson (1947-)

Sturla Már Jónsson var einn af þeim fjölmörgu ungu tónlistarmönnum sem lagði tónlistina að nokkru leyti fyrir sig á yngri árum en sneri síðan baki við henni og að allt öðrum viðfangsefnum. Sturla Már er fæddur árið 1947 og var aðeins tólf ára gamall þegar hann kom fram og söng dægurlög á miðnæturskemmtun í Austurbæjarbíóið…

Trap – Efni á plötum

Trap – Trap Útgefandi: Trap Útgáfunúmer: TRAP 001 Ár: 2019 1. Time is tight 2. Happy together 3. Storms never last 4. Then I kissed her 5. Black magic woman 6. Út á sjó 7. Thing we said today 8. Rock around the clock 9. Þín innsta þrá 10. Hesta Jói 11. Runaway 12. Last…

Stúdentakórinn [1] (1925-63)

Sú umfjöllun sem hér fer á eftir um hinn svokallaða Stúdentakór er í raun umfjöllun um fjölmarga kóra sem störfuðu innan hins akademíska samfélags stúdenta hér á landi en það kórastarf var langt frá því að vera samfleytt þó svo að svo virðist vera við fyrstu sýn – í sem allra stysta máli mætti halda…

Stuvsuger (1988)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit að nafni Stuvsuger (Støvsuger) sem lék framsækið rokk og kom fram á tónleikum vorið 1988. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma hennar og annað sem þykir við hæfi í umfjöllun um hana.

Stürmwandsträume (1996)

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk. Þess…

Sturlungar [2] (1979-83)

Hljómsveitin Sturlungar var nokkurs konar systurhljómsveit Mezzoforte um tíma en heimildir eru nokkuð mismunandi um hversu lengi sveitin starfaði, hún mun hafa tekið til starfa árið 1979 en er ýmist sögð hafa starfað til 1980 eða jafnvel til 1983. Meðlimir Sturlunga voru þeir Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Friðrik Karlsson gítarleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari,…

Stúdentakórinn [3] (1996-97)

Kammerkór undir nafninu Stúdentakórinn virðist hafa verið starfræktur veturinn 1996-97 undir stjórn Hákons Leifssonar og Egils Gunnarssonar en þeir höfðu báðir áður verið stjórnendur Háskólakórsins og var þessi nýi kór skipaður nokkrum fyrrverandi meðlimum þess kórs. Stúdentakórinn starfaði einungis þennan eina vetur sem kammerkór sem fyrr segir, og söng m.a. við messu í Skálholti um…

Afmælisbörn 23. nóvember 2022

Afmælisbörnin í dag eru átta talsins á skrá Glatkistunnar: Erlingur Björnsson (Kristján Erlingur Rafn Björnsson) gítarleikari Hljóma er sjötíu og átta ára gamall á þessum degi. Erlingur varð ungur ein táknmynda bítilæðisins á Íslandi þótt hann væri ekki þeirra mest áberandi. Hann var gítarleikari Hljóma og Thor‘s hammer en hafði áður spilað með Skuggum og…