Stürmwandsträume (1996)

Stürmwandsträume

Dúettinn Stürmwandsträume af Seltjarnarnesinu var meðal keppnissveita í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1996 en meðlimir sveitarinnar voru þeir Ágúst Bogason gítarleikari og söngvari og Sverrir Örn Arnarson trommuleikari og söngvari. Þeir félagar komust ekki áfram í úrslit tilraunanna og mun þar helst hafa verið um að kenna hversu fámennir þeir tveir voru með sitt rokk.

Þess má geta að í umfjöllunum fjölmiðla um keppnina reyndist fjölmiðlamönnum erfitt að fara rétt með nafn sveitarinnar og komu alls kyns útgáfur í ljós þegar leitað var eftir upplýsingum um hana s.s. Sturmandstraume, Stumandsträume o.m.fl. en nafnið ku vera komið úr kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.